fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Demókratar ætla að rannsaka tölvupóstamál Ivanka Trump

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 04:24

Ivanka Trump. Mynd:U.S. Department of State

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Demókratar taka við völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í janúar en þeir náðu meirihluta í deildinni í kosningunum í byrjun mánaðarins. Þeir eru strax farnir að skipuleggja störf sín í deildinni og undirbúa nú rannsókn á notkun Ivanka Trump, dóttur og ráðgjafa Donald Trump forseta, á tölvupósti.

Eins og DV skýrði frá í gær notaði Ivanka sinn eigin netþjón og eigið netfang til að senda tölvupósta tengda starfi sínu sem ráðgjafi í Hvíta húsinu. Þetta er óheimilt því starfsfólk Hvíta hússins á að nota opinbera netþjóna og netföng. Það var einmitt svipað mál sem varð til þess að alríkislögreglan FBI rannsakaði tölvupóstanotkun Hillary Clinton þegar hún barðist við Trump um forsetaembættið. Þá og raunar síðar hefur Trump margítrekað að hann telji að sækja eigi Hillary til saka fyrir þetta og dæma hana í fangelsi. Ekkert hefur þó enn heyrst í honum varðandi tölvupóstanotkun Ivanka.

Sky segir að í yfirlýsingu frá Elijah Cummings, sem er demókrati í eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar, komi fram að nefndin muni rannsaka samskiptamál Hvíta hússins þegar nýr meirihluti tekur við völdum í fulltrúadeildinni í janúar. Rannsóknin mun beinast að tölvupóstsendingum Ivanka og hvort hún hafi farið eftir lögum við þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Í gær

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni