fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Trump segir Finna vera með snilldarlega lausn til að hindra skógarelda – Það er bara einn galli á þessu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 17:30

Gróðureldur í Kaliforníu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heimsótti hamfarasvæðin í Kaliforníu um helgina og sá með eigin augum þau hræðilegu áhrif sem miklir skógareldar hafa haft í ríkinu að undanförnu. Áður en hann hélt til Kaliforníu endurtók hann fyrri ummæli sín um að hamfarirnar væru afleiðing lélegrar stjórnunar á skógum í ríkinu, yfirvöld hefðu ekki staðið sig í að hreinsa til í skógunum.

Þegar Trump heimsótti síðan bæinn Paradise, sem er nánast horfinn af yfirborðinu eftir eldana, bætti hann við þessu ummæli sín og sagði:

„Lausnina er að finna í Finnlandi. Sjáið hvernig þeir passa upp á skógarbotninn.“

Á fréttamannafundi síðar um daginn og síðan í viðtali við Fox News útskýrði hann þetta betur:

„Ég var með forseta Finnlands. Finnar eru skógarþjóð, eins og hann sagði, og þeir glíma við óveruleg vandamál vegna skógarelda. Þeir leggja mikla vinnu í að raka sama laufi og illgresi.“

Sagði hann. Þegar fréttamaður Fox News spurði hann hvort loftslagsbreytingarnar ættu engan hlut að máli sagði Trump að þær ættu kannski smávegis hlut í hamförunum.

Finnska dagblaðið Ilta-Sanomat fjallaði um málið og spurði forseta Finnlands, Sauli Niinistö, hvað hann hefði kennt Trump um skógrækt en þeir hittust nýverið í París þegar þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þar ræddu þeir einmitt um skógareldana í Kaliforníu.

„Ég sagði Trump að Finnland sé skógi vaxið og að við séum með gott eftirlitskerfi varðandi skógarelda og góða vegi í skógunum þannig að við getum komst áleiðis með slökkvibúnað.“

Sagði finnski forsetinn um samskipti hans og Trump og þvertók fyrir að hafa sagt nokkuð um að „raka lauf“.

„Það er eitthvað sem Trump hefur sjálfur fundið upp.“

Sagði Niinistö.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin