fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Trump segir Finna vera með snilldarlega lausn til að hindra skógarelda – Það er bara einn galli á þessu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 17:30

Gróðureldur í Kaliforníu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heimsótti hamfarasvæðin í Kaliforníu um helgina og sá með eigin augum þau hræðilegu áhrif sem miklir skógareldar hafa haft í ríkinu að undanförnu. Áður en hann hélt til Kaliforníu endurtók hann fyrri ummæli sín um að hamfarirnar væru afleiðing lélegrar stjórnunar á skógum í ríkinu, yfirvöld hefðu ekki staðið sig í að hreinsa til í skógunum.

Þegar Trump heimsótti síðan bæinn Paradise, sem er nánast horfinn af yfirborðinu eftir eldana, bætti hann við þessu ummæli sín og sagði:

„Lausnina er að finna í Finnlandi. Sjáið hvernig þeir passa upp á skógarbotninn.“

Á fréttamannafundi síðar um daginn og síðan í viðtali við Fox News útskýrði hann þetta betur:

„Ég var með forseta Finnlands. Finnar eru skógarþjóð, eins og hann sagði, og þeir glíma við óveruleg vandamál vegna skógarelda. Þeir leggja mikla vinnu í að raka sama laufi og illgresi.“

Sagði hann. Þegar fréttamaður Fox News spurði hann hvort loftslagsbreytingarnar ættu engan hlut að máli sagði Trump að þær ættu kannski smávegis hlut í hamförunum.

Finnska dagblaðið Ilta-Sanomat fjallaði um málið og spurði forseta Finnlands, Sauli Niinistö, hvað hann hefði kennt Trump um skógrækt en þeir hittust nýverið í París þegar þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þar ræddu þeir einmitt um skógareldana í Kaliforníu.

„Ég sagði Trump að Finnland sé skógi vaxið og að við séum með gott eftirlitskerfi varðandi skógarelda og góða vegi í skógunum þannig að við getum komst áleiðis með slökkvibúnað.“

Sagði finnski forsetinn um samskipti hans og Trump og þvertók fyrir að hafa sagt nokkuð um að „raka lauf“.

„Það er eitthvað sem Trump hefur sjálfur fundið upp.“

Sagði Niinistö.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Í gær

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið