fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

Einn ríkasti maður heims gæti sett endurkjör Trump í uppnám

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 18:00

Michael Bloomberg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Bloomberg er einn af ríkustu mönnum heims og hann útilokar ekki að bjóða sig fram gegn Donald Trump í forsetakosningunum 2020. Bloomberg segir ætla að taka ákvörðun um það í janúar. Hann var borgarstjóri New York þrjú kjörtímabil í röð, sem repúblikani þau tvö fyrstu en sem óháður það þriðja. Hann skráði sig í demókrataflokkinn á þessu ári en hann var einmitt í honum áður en hann gekk til liðs við repúblikana og varð borgarstjóri.

Bloomberg er áttundi ríkasti maður Bandaríkanna og ellefti ríkasti maður heims en auður hans er metinn á um 44 milljarða dollara. Það er því enginn fátæklingur sem er að íhuga framboð gegn Trump. Trump sjálfur á 3,1 milljarða dollara og ekki á topp 500 yfir ríkustu menn heims.

Í gær tilkynnti Bloomberg að hann ætli að gefa Johns Hopkins háskólanum 1,8 milljarða dollara. Þetta er stærsta einstaka gjöf sem menntastofnun í Bandaríkjunum hefur nokkru sinni fengið. Peningana á að nota til að aðstoða nemendur sem koma úr láglauna- og millistéttarfjölskyldum sem eiga oft erfitt með að greiða himinhá skólagjöld.

Gjöfin styrkir þá ímynd Bloomberg að hann sé mikill mannvinur en samkvæmt umfjöllun Washington Post hefur hann áður gefið 6,4 milljarða dollara til góðgerðarmála.

Í grein í New York Times skýrir Bloomberg af hverju hann gefur háskólanum alla þessa peninga. Hann segir að hann hafi sjálfur getað stundað nám við skólann með því að taka námslán og með því að vera í hlutastarfi meðfram námi. Þetta hafi opnað dyr sem annars hefðu verið honum lokaðar. Þetta hafi gert honum kleift að upplifa ameríska drauminn.

„Ég vil tryggja að skólinn, sem gaf mér tækifæri, geti opnað þessar sömu dyr varanlega fyrir alla. Að neita fólki um réttinn til að læra vegna getu þeirra til að greiða skólagjöld grefur undan jöfnum tækifærum fyrir alla. Þetta viðheldur fátækt á milli kynslóða.“

Segir Bloomberg í grein sinni.

Bloomberg lagði 110 milljónir dollara í kosningasjóði demókrata fyrir kosningarnar í byrjun mánaðarins. Ef hann tekur ákvörðun um að bjóða sig fram er ljóst að hann hefur úr nægu fjármagni að spila og pólitísk reynsla hans er mikil eftir að hafa verið borgarstjóri í heimsborginni New York. Hann er sagður vera raunsær stjórnmálamaður sem hafi áhuga á samfélagslegum framförum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Í gær

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 3 dögum

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt