fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Danskur ráðherra yfirheyrður vegna morðmáls – Reynt að saga líkið í sundur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 07:13

Inger Støjberg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inger Støjberg, ráðherra útlendingamála í dönsku ríkisstjórninni, var yfirheyrð af lögreglunni í gær vegna óhugnanlegs morðmáls sem er til rannsóknar. Fertug kona var myrt að aðfaranótt 10. nóvember og síðan var reynt að saga lík hennar í sundur.

Støjberg skýrði frá þessu á Facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Málið kom upp að aðfaranótt 10. nóvember þegar lögreglunni var tilkynnt að eitthvað undarlegt væri á seyði í bílskúr í Hadsun. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var 28 ára karlmaður í skúrnum og var hann byrjaður að hluta lík fertugrar konu í sundur.

„Út frá þeim upplýsingum sem komu fram eftir að gæsluvarðhaldskrafa yfir honum var tekin fyrir hjá dómara setti ég mig í samband við lögregluna og í dag gaf ég skýrslu.“

Segir Støjberg í færslu sinni. Ekstra Bladet segir að lögreglan vilji ekki segja neitt um hvers vegna hún hafði áhuga á að yfirheyra Støjberg eða hvort hún hafi átt að vera næsta fórnarlamb hins meinta morðingja. Lögreglan vildi aðeins staðfesta að Støjberg hefði verið yfirheyrð sem vitni í málinu.

Støjberg segir að hinn meinti morðingi hafi gefið sig á tal við hana að kvöldi 9. nóvember á veitingahúsi í Hadsund þar sem hún var stödd með vinkonum sínum og nágrönnum. Hún segist síðan hafa farið heim skömmu síðar.

Lögreglan telur að hinn meinti morðingi hafi hitt konuna á veitingahúsi sem er í aðeins 500 metra fjarlægð frá bílskúrnum þar sem hún var myrt og reynt var að hluta líkið í sundur. Hinn grunaði neitar sök en lögreglan segir að hann og konan hafi yfirgefið veitingahúsið saman um klukkan eitt um nóttina. Hann hefur því hitt konuna skömmu eftir að hann ræddi við Støjberg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár