fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hún er nýjasta martröð Donald Trump – „Margir halda að ég sé lærlingur“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 11:00

Alexandria Ocasio-Cortez. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, á sér marga óvini og virðist raunar kæra sig kollóttan um það. En hugsanlega er að verða breyting þar á. Haft hefur verið á orði að Alexandria Ocasio-Cortez sé nýjasta martröð Trump en hún er hluti af þeirri pólitísku bylgju ungs fólks sem er að seilast til áhrifa í Washington en það hugnast Trump illa.

Fyrir ári síðan var Alexandria þjónn á veitingahúsi í New York og var með sem svarar til 1.500 íslenskra króna í laun á tímann. Hún hellti sér síðan út í pólitík og var kjörinn til setu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningunum fyrr í mánuðinu. Hún var afgerandi sigur í sínu kjördæmi, fékk um 75% greiddra atkvæða. Hún sest því á þing þann 20. janúar og þá hækka árslaun hennar í sem nemur rúmlega 20 milljónum íslenskra króna.

Þvert á stefnu Trump og repúblikanaflokksins, sem enn er með meirihluta í öldungadeild þingsins og hæstarétti, er Alexandria talskona þess að stéttarfélög eigi að vera öflug, hún er hlynnt frjálsum fóstureyðingum, vill afnema bann við neyslu marijúana og vill að opinbert sjúkratryggingakerfi verði starfrækt fyrir alla Bandaríkjamenn.

En Alexandria veit að framundan er hörð barátta og kannski má segja að hún hafi fengið smjörþefinn af því á fyrsta degi sínum, ef svo má kalla, á þingi en eins og öðrum nýjum þingmönnum var henni boðið í fræðslu í þinginu þar sem skýrt er frá starfsháttum þess, reglum og venjum.

„Margir héldu greinilega að ég væri lærlingur af því að ég er svo ung. Aðrir héldu víst að ég væri ein af mörg hundruð nýjum aðstoðarmönnum í Washington D.C. en af þeim sökum var mér oft vísað í rangar raðir.“

Sagði Alexandria í samtali við New York Times.

En þrátt fyrir þetta er Alexandria full eldmóðs og reiðbúin til að hefja baráttuna. Hún lét til sín taka á fyrstu dögunum í Washington og stóð fyrir mótmælum fyrir utan skrifstofu Nancy Pelosi sem verður væntanlega kjörinn leiðtogi meirihluta demókrata í fulltrúadeildinni eftir um viku. Þrátt fyrir að Alexandria og Nancy séu í sama flokknum er mjög langt á milli þeirra hugmyndafræðilega.

Nancy tilheyrir eldri og íhaldssamari væng demókrata en Alexandria og fleiri eru lengra til vinstri. Með mótmælunum vildu þau senda Nancy skýr skilaboð um að taka einarðari afstöðu hvað varðar umhverfismál. Nancy, sem er 78 ára, var að eigin sögn bara ánægð með mótmælin.

„Það er fólk eins og Alexandria Ocasio-Cortez, sem veitir mér innblástur. Hún gerir okkur öll að betri stjórnmálamönnum.“

Sagði hún í samtali við USA Today.

Cory Booker, demókrati sem situr í öldungadeildinni, tók í sama streng og sagði að þörf væri fyrir hugsjónafólk og eldhuga eins og Alexandra í Washington. Þetta fólk blási nýju lífi í stjórnmálin.

Alexandria hefur ekki enn flutt til Washington því þrátt fyrir að hún fái góð laun frá og með næsta ári þá hefur hún ekki enn ráð á að kaupa eða leigja sér íbúð í höfuðborginni en leiguverðið er hátt þar. Hún ætlar ekki að bruðla með fé og hyggst leigja íbúð með aðstoðarkonu og annarri þingkonu.

Hún hefur heitið því að berjast dag sem nótt til að standa undir því trausti sem kjósendur sýndu henni. Hún lagði áherslu á einfaldan boðskap í kosningabaráttu sinni:

„Enginn á að vera of fátækur til að geta lifað.“

Sagði hún ítrekað í kosningabaráttunni. Hún ætti einmitt að vita hvað hún er að tala um í þessum efnum. Hún er ættuð frá Púertó Ríkó og ólst upp í Bronx hverfinu sem er eitt fátækasta hverfið í New York.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn