fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Undirbúa útför þriggja ára dóttur sinnar – „Hún veit ekki að hún deyr bráðum“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. nóvember 2018 13:30

Laura. Skjáskot/Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf foreldra ungra barna snýst oft að stórum hluta um að fá börnin til að sofna á skikkanlegum tíma, sitja prúð við matarborðið og læra að þau mega ekki gera hvað sem er og taka hvað sem er. En foreldrar Laura Piester-Stolpe, þriggja ára danskrar stúlku, takast á við allt aðra hluti. Þau eru að undirbúa síðustu stundir hennar í lífinu og útför hennar.

„Heilsu hennar mun smátt og smátt hraka. Ég óttast mest að verkirnir verði miklir. Það væri óbærilegt að horfa upp á það.“

Sagði faðir hennar, Lasse Piester-Stolpe, í samtali við BT.

„Við vonum að andlátið verði friðsælt. Við höfum ekki enn ákveðið hvort það verður hér heima, á sjúkrahúsinu eða á líknardeild.“

Sagði hann um þær ákvarðanir sem engir foreldrar eiga að þurfa að taka.

Það var í vor sem Laura byrjaði að kvarta yfir höfuðverk og foreldrar hennar tóku eftir að vinstri helmingur andlits hennar var slappur. Það var síðan í byrjun apríl sem foreldrarnir fengu hinu hræðulegu fréttir að Laura væri með sjaldgæfa tegund krabbameins, DIPG. Krabbameinið veldur því að æxli vaxa á milli heilbrigðra heilafruma. Af þessum sökum er ekki hægt að fjarlægja þau með skurðaðgerð og er sjúkdómurinn nánast ólæknandi.

Laura á góðri stundu. Skjáskot/Facebook

 

 

 

 

 

 

 

 

Á Facebooksíðu dönsku Barnakrabbameinssamtakanna er rætt við foreldra Lauru í myndbandi sem þar er birt. Fram kemur að hún hafi verið sett í tilraunameðferð á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn og vakti það vonir hjá foreldrum hennar um að hægt væri að bjarga lífi hennar. í lok október lá niðurstaðan hins vegar fyrir, ekki var hægt að bjarga lífi hennar.

„Laura veit ekki að hún deyr innan nokkurra mánaða. Hún fær heldur ekki að vita það. Við sjáum enga ástæðu til að segja henni það. Laura er aðeins þriggja ára. Hún getur ekki og á ekki að skilja þetta.“

Sagði Lasse. Mathias, fimm ára bróðir hennar fær heldur ekki að vita þetta en eldri systur hennar, 15 og 19 ára, vita þetta.

„Við erum byrjuð að undirbúa síðustu daga hennar.“

Sagði Lasse en ekki er enn vitað með vissu hversu langt Laura á eftir en lækar telja það vera nokkra mánuði. Aðspurður um hvernig þau hefðu krafta í þessa baráttu sagði hann:

„Við getum ekki annað en barist áfram. Við verðum að vera til staðar fyrir Laura, hin börnin og hvort annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn