fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
FréttirPressan

Dularfullt hvarf kafbáts á síðasta ári – Telja sig hafa fundið hann

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. nóvember 2018 07:50

ARA San Juan, Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 15. nóvember á síðasta ári hvarf argentínski kafbáturinn ARA San Juan í sunnanverðu Atlantshafi. Mikil leit var gerð að honum en án árangurs. Engin neyðarboð höfðu borist frá bátnum og ekki var vitað með fullri vissu um staðsetningu hans. Nú telur argentínski herinn að kafbáturinn sé fundinn.

Erlendir fréttamiðlar segja að kafbáturinn hafi fundist á 800 metra dýpi við Valdesskagann í Patagonia sem er á suðurodda Suður-Ameríku. Kafbáturinn fannst með fjarstýrðum kafbát frá bandaríska leitarskipinu Ocean Infinity sem var fengið til leitar af argentínska flotanum.

Það var í morgun sem tilkynnt var að kafbáturinn væri fundinn, aðeins tveimur dögum eftir að ættingjar áhafnar kafbátsins komu saman við minningarathöfn um harmleikinn fyrir ári síðan.

Það var þann 15. nóvember á síðasta ári sem tilkynning barst frá kafbátnum um að hann ætti í vandræðum með rafhlöður. Stjórnandi hans fékk fyrirmæli um að sigla til hafnar í Mar de Plata en þá var kafbáturinn í um 430 km fjarlægð frá landi. Eftir það heyrðist ekkert frá kafbátnum. Tveimur dögum síðar skýrði argentínski flotinn frá því að hann næði ekki sambandi við kafbátinn.

Um borð var 44 manna áhöfn. Umfangsmikil leit hófst og fylgdist heimsbyggðin grannt með henni. Mörg ríki sendu flugvélar og skip til aðstoðar við leitina en hún beindist að suðvesturhluta Atlantshafsins.

Samkvæmt upplýsingum frá argentíska flotanum nægði súrefnið í bátnum í sjö sólarhring þegar hann var í kafi. Eftir sjö daga leit var skýrt frá því að mikil sprenging hefði heyrst í sjónum, sama dag og kafbáturinn hvarf, á þeim stað þar sem síðast var vitað um kafbátinn.

Þann 30. nóvember hætti argentínski flotinn leit að kafbátnum. Það var síðan í dag sem tilkynnt var að hann væri fundinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga