fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Nýjar persónuverndarreglur ESB geta flækt skipulagningu jólahlaðborða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. nóvember 2018 06:02

Mynd úr safni. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er tími jólahlaðborðanna runninn upp og mörg fyrirtæki gera vel við starfsfólk sitt og bjóða því í jólahlaðborð. En ný persónuverndarlöggjöf ESB, sem tók gildi í vor, getur heldur betur flækt skipulagninguna hvað varðar hvað á að vera á boðstólum.

Nú þurfa skipuleggjendurnir að hugsa sig vel um áður en þeir spyrja starfsfólkið hvort það sé með fæðuofnæmi eða sé grænmetisætur. Slíkar upplýsingar teljast viðkvæmar persónuupplýsingar og því fer það gegn reglum ESB að spyrja spurninga sem þessara.

Ekstra Bladet skýrir frá þessu. Málið var til skoðun hjá samtökum danskra iðnfyrirtækja í kjölfar spurningar frá meðlimi í samtökunum. Í nýlegu fréttabréfi samtakanna var fjallað um málið og fyrirtækjum leiðbeint um hvernig þau eiga að bera sig að. Samkvæmt því sem fram kemur eru upplýsingar um fæðuóþol, matarvenjur og trú fólks viðkvæmar persónuupplýsingar sem vinnuveitendur mega að öllu jöfnu ekki meðhöndla.

Í fréttabréfinu kemur fram að hins vegar megi spyrja starfsfólk hvort það sé með einhverjar sérþarfir sem þarf að taka tillit til á jólahlaðborðinu og hvort það séu einhverjir sem borða ekki ákveðnar kjöt- eða fisktegundir. Hins vegar er algjörlega óheimilt að spyrja um ofnæmi eða fæðuval byggt á trú.

Ekki má síðan gleyma að þegar jólahlaðborðið er afstaðið verður að eyða þeim upplýsingum sem var aflað við undirbúning þess, þær má ekki geyma til næsta árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“