fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Hrikalegir þurrkar og úrkoma gera Kaliforníu að púðurtunnu – Árangursríkt slökkvistarf undanfarinna áratuga eykur vandann

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 05:30

Gróðureldur í Kaliforníu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skógar- og gróðureldar herja árlega á Kaliforníu og nú geisa einmitt nokkrir slíkir, bæði í norður- og suðurhluta ríkisins. Staðfest hefur verið að 44 hafa látist af völdum eldanna og á þriðja hundrað er saknað. Þetta eru því mannskæðustu skógareldar sögunnar í ríkinu. 250.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. Kalifornía er kjörlendi fyrir elda sem þessa vegna þeirrar úrkomu og þurrka sem þar herja árlega. Auk þess eykur árangursríkt slökkvistarf undanfarinna áratuga vandann og það gera loftslagsbreytingarnar einnig.

Skilyrði fyrir skógarelda eru óvíða betri en í Kaliforníu en ríkið er nánast eins og púðurtunna hvað þetta varðar. Það er samblanda gróðurs og loftslags sem gerir þetta að verkum. Það er hlýtt í ríkinu og þar rignir og því sprettur gróður vel. En þegar þurrkar herja verður meira en þurrt, það verður skraufaþurrt.

Um þriðjungur ríkisins er skógi vaxinn en af ríkjum Bandaríkjanna er aðeins meira skóglendi í Alaska. En þvert á það sem gerist í hinu kalda Alaska þá er hlýtt í Kaliforníu og á sumrin gufar vætan í gróðrinum upp og hann verður skraufaþurr. Barrtré fella þurrt barrið og vatnið í trjánum gufar upp en skilur eftir sig olíur í greinunum sem eru sérstaklega eldfimar. Það þarf því ekki stóran neista til að eldur gjósi upp.

Ástandið versnar sífellt

Síðasta ár var versta ár sögunnar hvað varðar skógarelda í ríkinu en yfirstandandi ár lítur út fyrir að verða enn verra að sögn Vox. Margir sérfræðingar telja að hér sé loftslagsbreytingunum um að kenna. Samkvæmt frétt New York Times hefur meðalhitinn í Kaliforníu hækkað um 1 til 1,7 gráður á síðustu árum af völdum loftslagsbreytinganna. Þetta hefur haft í för með sér að níu af tíu verstu skógareldum sögunnar í ríkinu hafa orðið á þessari öld.

Kalifornía fer verr út úr skógareldum en Mexíkó, sem er sunnar, því í Kaliforníu verður aldrei alveg þurrt eins og í Mexíkó. Þar rignir á milli svo stórir skógar geta vaxið. Í Mexíkó er aftur á móti þurrara og eiginlega hálfgerð eyðimörk. Það bætir ekki stöðuna í Kaliforníu að öflugir vindar blása af Kyrrahafi inn yfir ríkið og þeir ýta undir eldinn og útbreiðslu hans.

Það hefur einnig sín áhrif á tíðni og alvarleika skógarelda í Kaliforníu að íbúum þar hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Frá 2000 til 2010 fjölgaði íbúum ríkisins um þrjár milljónir og sífellt fleiri búa nærri skógum og fjöllum. Þetta eykur líkurnar á að fólk kveiki elda fyrir slysni. Niðurstöður rannsóknar sýna að 84 prósent skógarelda í Bandaríkjunum eru af mannavöldum.

Of árangursríkt slökkvistarf

Góður árangur slökkviliða í Kaliforníu við að halda skógareldum niðri síðustu tæpu öldina skapar einnig ákveðinn vanda í dag þótt það kunni að hljóma eins og ákveðin þversögn. Af þessum sökum hafa skógareldar ekki fengið að geisa eins og þeir þurfa að gera en skógareldar eru náttúrulegur hluti af þróun og vexti skóganna í ríkinu. Þeir ryðja neðstu lögin svo ný tré geti sprottið. Baráttan við skógareldana síðustu áratugana hefur einmitt komið í veg fyrir þetta og því liggja milljónir dauðra trjáa á jörðinni og þau eru mikill eldsmatur enda skraufaþurr. The Guardian segir að í Kaliforníu séu um 130 milljónir trjáa sem liggi bara á jörðinni og bíði eftir neista.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga