fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Kappátskeppni endaði með ósköpum: Pönnukökurnar eins og steypa í öndunarveginum

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 31. október 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kappátskeppni í Sacret Heart University í Bandaríkjunum endaði með ósköpum þegar nemendur við skólann kepptu í hver gæti borðað flestar pönnukökur á sem stystum tíma.

Tvítug stúlka, Caitlin Nelson, tók þátt í keppninni sem reyndist banabiti hennar. Nú hefur móðir hennar stefnt skólanum vegna kappátsins og fer hún fram á bætur vegna dauða dóttur sinnar.

Keppnin var haldin í apríl 2017 en skemmst er frá því að segja að pönnukökurnar stóðu fastar í öndunarvegi Caitlin.

Þegar lögreglumenn og viðbragðsaðilar komu á vettvang var Caitlin í öndunarstoppi og hófust endurlífgunaraðgerðir strax. Þær gengu þó erfiðlega þar sem pönnukökurnar sátu pikkfastar í öndunarveginum. Í stefnunni kemur fram að þær hafi verið eins og steypa.

Caitlin var flutt á sjúkrahús og tókust endurlífgunaraðgerðir að lokum. Súrefnisskortur varð þó til þess að heilastarfsemi Caitlin var svo gott sem engin og voru vélar sem héldu henni á lífi teknar úr sambandi nokkrum dögum síðar.

Í stefnunni fer móðir Caitlin fram á ótilgreindar bætur en hún segir að markmiðið með stefnunni sé einnig að vekja athygli á hættunni sem getur falist í því að troða mat ofan í sig á sem stystum tíma. „Þessar keppnir eru miklu hættulegri en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir hún og bætir við að keppnir þar sem fólk til dæmis borðar ís eða þeyttan rjóma séu hættuminni.

Í umfjöllun bandarískra fjölmiðla kemur fram að Caitlin hafi misst föður sinn þann 11. september 2001 en hann starfaði sem lögreglumaður í New York þegar árásarnir voru framdar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“