Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Evrópsku geimferðastofnuninni ESA sem birti jafnfram meðfylgjandi mynd af skýinu. Það er ekki tilkomið vegna virkni í eldfjöllum enda hafa ekki verið eldsumbrot á Mars í milljónir ára.
Skýið samanstendur af miklu magni vatns en ský þessarar tegundar eru yfirleitt hátt uppi enda yfirleitt hærra uppi en fjallstoppar. Ský sem þessi eru ekki óalgeng nærri miðbaug Mars þar sem Arsia Mons og fleiri eldfjöll eru.
Það sem vekur sérstaka athygli vísindamanna að þessu sinni er að skýið er svo stórt að það sést líklegast í sjónauka frá jörðinni. Lögun þess og stærð ræðst af hversu mikið ryk er í andrúmsloftinu. ESA vonast því til að skýið geti veitt upplýsingar um áhrif ryks í andrúmsloftinu á Mars á skýjamyndanir.