fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Diskóteksbruninn í Gautaborg – 63 létust og 210 slösuðust

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. október 2018 07:38

Slökkviliðsmaður að störfum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að kvöldi 29. október 1998 var mikill fjöldi ungs fólks á aldrinum 12 til 25 ára samankominn á diskóteki í rými við Backaplan í Hisingen í Gautaborg í Svíþjóð. Talið er að um 375 ungmenni hafi verið í salnum sem var ekki diskótek heldur hafði verið látið berast út að það yrði skemmtun um kvöldið. Í salnum máttu vera 150 manns samkvæmt gildandi reglum.

Klukkan 23.42 barst tilkynning til slökkviliðs um eld í húsinu en þá er talið að 10-20 mínútur hafi verið síðan eldurinn kviknaði. Sjö mínútum eftir fyrstu tilkynninguna voru fyrstu slökkviliðsmennirnir komnir á vettvang. Björgunaraðgerðir hófust samstundis og tókst að bjarga um 60 ungmennum út úr húsinu. Tugum sjúkrabíla var ekið neyðarakstri á milli vettvangsins og sjúkrahúsanna í Gautaborg með þá sem verst voru haldnir. Strætisvagnar voru notaðir undir þá sem voru minna slasaðir. Skömmu eftir klukkan tvö um nóttina var búið að slökkva eldinn og skömmu síðar voru síðustu slösuðu ungmennin flutt frá vettvangi.

Lögreglan hóf strax rannsókn á vettvangi en rannsókninni var síðar lýst sem stærstu og umfangsmestu rannsókn sænsku lögreglunnar fram til þessa. Tæplega 2.000 manns voru yfirheyrðir og rúmlega 100 lögreglumenn unnu að rannsókninni.

Að morgni 30. október hvíldi mikil sorg yfir Gautaborg og Svíþjóð allri. 63 höfðu látist í eldsvoðanum og 210 slasast, mismikið. Um kvöldið var minningarguðsþjónusta haldin í dómkirkjunni í Gautaborg og var Göran Persson, forsætisráðherra, viðstaddur.

Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að eldur hafði verið borinn að stólastafla sem var í stigagangi hússins. Líklega var pappír eða eldfimur vökvi notaður við íkveikjuna. 229 manns komust út um aðalinnganginn en 37 stukku út um glugga en þaðan voru 5-6 metrar niður á jörðina. 165 manns komust út af sjálfsdáðum en 122 þörfnuðust aðstoðar við að komast út. 60 létust á vettvangi en þrír á sjúkrahúsi. 150 ungmenni voru lögð inn á sjúkrahús, þar af 74 á gjörgæsludeild.

Frá vettvangi. Skjáskot/YouTube

Að kvöldi 1. nóvember var búið að bera kennsl á öll líkin sem höfðu fundist í húsinu fram að því og láta ættingja vita. Þann 3. nóvember fannst síðasta líkið í húsinu.

Í kjölfar eldsvoðans fór ýmis orðrómur á kreik meðal annars var sagt að kynþáttahatur hefði legið að baki. Skilti voru hengd upp í Gautaborg þar sem stóð meðal annars að 60 innflytjendur hefðu látið lífið í eldsvoðanum og nú skyldu 60 Svíar deyja í staðinn. Einnig var orðrómur á kreiki um að rasistar hefðu kveikt eldinn og að þeir ætluðu að „grilla“ fleiri. Á þessum tíma höfðu yfirvöld ekki skýrt frá hver eldsupptökin voru. Það var ekki gert fyrr en þann 1. október 1999 en þá skýrði saksóknari frá því að um íkveikju hefði verið að ræða. Í janúar 2000 voru þrír meintir gerendur handteknir og í febrúar sá fjórði. Þeir voru allir innflytjendur frá Íran. Þeir voru á aldrinum 17 til 19 ára. Einum þeirra hafði verið meinaður aðgangur að diskótekinu og ákváðu þeir þá að kveikja í til að hefna sín.

Sá þeirra sem bar eldinn að stólunum var dæmdur í átta ára fangelsi. Tveir voru dæmdir í sjö ára fangelsi en sá fjórði til þriggja ára vistunar á lokaðri deild fyrir ungmenni. Hinir dæmdu afplánaðu dóma sína og búa enn í Svíþjóð en þeir fengu ný nöfn að afplánun lokinni. Einhverjum kann að þykja sem refsingar þeirra hafi verið vægar en dómnum þótti ekki sannað að fjórmenningarnir hefðu ætlað að verða fólki að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn