fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. október 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn sem eru með mjög háa greindarvísitölu eru öðruvísi en önnur börn, ekki bara hvað varðar gáfnafarið því ákveðin persónuleikaeinkenni einkenna þau og láta þau skera sig úr. Með barn með mjög háa greindarvísitölu er átt við barn sem er með 130 stig eða meira í greindarvísitölu.

Talið er að um tvö prósent allra barna á grunnskólaaldri séu með svo háa greindarvísitölu.

Oft er auðveldara að finna drengi sem eru mjög greindir heldur en stúlkur. Ástæðan er að drengirnir eru oft virkari og geta tekið upp á því að vera til vandræða ef þeim leiðist eða verða pirraðir í skólanum vegna skorts á áskorunum. Stúlkurnar eru betri til að laga sig að því „eðlilega“ og ef þær vita að þær verða taldar undarlegar af því að þær eru miklu greindari en aðrir þá sleppa þær því bara að segja nokkuð í tímum og láta líta út fyrir að þær séu ekki eins greindar og þær eru í raun og veru.

Eftirfarandi sjö persónuleikaeinkenni einkenna oft mjög greind börn en rétt er að hafa í huga að börn eru misjöfn og bregðast misjafnlega við umhverfi sínu.

Eiga auðvelt með að læra. Mjög greind börn geta ekki allt. Á sumum sviðum eru þau langt á undan jafnöldrum sínum en á öðrum geta þau staðið þeim að baki. Mjög greint barn getur hugsanlega verið ólæst og ófært um að reikna þegar það er í fyrsta bekk. Þau eru ekki alltaf gáfuð frá byrjun en þau læra mjög hratt þegar áhuginn vaknar.

Mjög gagnrýnin á sjálf sig. Mjög greind börn geta verið mjög gagnrýnin á sig sjálf og eigin frammistöðu. Til dæmis má nefna sjö ára mjög greint barn sem situr og byggir Dauðastjörnuna úr Stjörnustríði úr Lego. Það þarf mörg þúsund kubba í hana og hún er ætluð 14 ára og eldri. En af því að barnið hefur margoft byggt úr Lego og aldrei lent í vanda telur það sig geta gert þetta. En ef illa gengur og verkið tekst ekki í fyrstu tilraun hugsar barnið fljótt með sér: Af hverju get ég þetta ekki? Er ég misheppnaður/misheppnuð?

Hafa sterka réttlætiskennd. Fólk heldur oft að mjög greind börn séu ekki með mikla félagsfærni en þau skilja leikreglurnar mjög vel. Þau eru með háþróaða samkennd og eiga því auðvelt með að sjá ef skólafélaga er strítt eða lagður í einelti. Þau vita að félagslegu reglurnar segja að ekki eigi að stríða og sjá að hér passa hlutirnir ekki saman. Þessu bregðast þau við og verða fyrir meiri áhrifum af þessu en önnur börn.

Mjög gott minni. Mjög greind börn eru með mjög gott minni. Þau eru nánast með myndavélaminni. Þau geta munað ýmislegt og rifjað upp og borið nýjar upplifanir saman við eldri upplifanir.

Fullorðinsleg í tali. Það er mjög algengt að mjög greind börn séu með góðan orðaforða og góð í að færa rök fyrir máli sínu. Þau eru einnig fljót að tileinka sér útlend orð. Þetta getur reynt á foreldrana því börnin geta til dæmis eytt löngum stundum í að rökræða mál sem fullorðnir rökræða annars ekki við börn.

Góð yfirsýn. Mjög greind börn eru góð í að átta sig á hlutunum, tengja orsakir og afleiðingu og velta þessu oft mikið fyrir sér. Þau geta til dæmis lesið að dag einn muni sólin hætta að skína og þá geta þau velt vöngum yfir hvað verði um mannkynið. Þau spyrja síðan út í þetta. Þau eru almennt áhugasamari en önnur börn um hinar stóru spurningar lífsins eins og um lífið og dauðann og óendanleika.

Ójafn þroski. Mjög greind börn þroskast oft ójafnt. Sex ára barn getur verið með orðaforða og talað eins og 15 ára unglingur en er aðeins á við fjögurra ára barn í öðrum andlegum þroska. Það getur því reynst mörgum erfitt að tala við nemanda í níunda bekk sem er langt á eftir í öðrum þroska en þeim er snýr að námi. Orðaforði og málnotkun, aldur og þroski fylgist ekki alltaf að hjá þessum börnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“