fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Ættingi Hitlers rýfur áratugalanga þögn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. október 2018 21:30

Adolf Hitler.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ættingjar Adolf Hitler hafa ekki staðið í röðum undanfarna áratugi til að baða sig í sviðsljósinu. Þeir hafa þvert á móti látið lítið fyrir sér fara og hafa forðast kastljós fjölmiðla eins og heitan eldinn og lái þeim hver sem vill.

Nýlega tókst blaðamönnum þýska blaðsins Bild þó til að fá frænda hans, Alexander Adolf Stuart-Houston, í smá spjall. Hann er einn þriggja bræðra, sem eru á lífi, sem eru síðustu karlmennirnir sem tengjast Adolf Hitler fjölskylduböndum. Bræðurnir eru sonarsynir Alois Hitler sem var hálfbróðir Adolfs Hitler. Þeir hafa aldrei viljað ræða við fjölmiðla fyrr en Alexander gaf færi á sér nýlega þegar blaðamenn Bild heimsóttu hann á heimili hans nærri New York í Bandaríkjunum.

Hann ræddi ýmislegt við þá meðal annars Donald Trump og Angelu Merkel og samsæriskenningar sem hafa verið á lofti um hann og bræður hans í gegnum árin. Sú langlífasta og umtalaðasta er að hann og bræður hans hafi ekki eignast börn því þeir vilji ekki að ætt Hitlers lifi áfram. Alexander sagði þetta vera eintómt bull og nefndi að einn bróðir hans hefði verið við að kvænast konu af gyðingaættum eitt sinn. Áður en af brúðkaupinu varð komst hún að því að hann væri skyldur Adolf Hitler og hætti þá snarlega við.

Alexander sagði að Donald Trump væri síðasta manneskjan sem hann myndi dást að. Sumt af því sem hann segi sé í lagi en það sé framkoma hans sem pirri hann og auk þessi falli honum ekki við lygara.

Hann sagðist ánægður með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og sagði að hún virðist vera greind og snjöll kona.

Faðir Alexander, William Patrick Hitler, var sonur Alois Hitler sem var hálfbróðir Adolfs Hitler. William Patrick flutti til Bandaríkjanna og barðist með bandarískum hersveitum gegn þeim þýsku í síðari heimsstyrjöldinni. Að stríði loknu breytti fjölskyldan nafni sínu i Hiller og síðan í Stuart-Houston. Alexander og bræður hans þrír fæddust í Bandaríkjunum og ólust þar upp. Einn þeirra er látinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann