fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Stóra Lockerbie lygin – Segir að Líbía hafi ekki átt hlut að máli – Aðalsökudólgurinn er á lífi og býr í Washington

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. október 2018 07:41

Hér hrapaði stór hluti úr vélinni til jarðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 21. desember 1988 var flug Pan Am númer 103, sem var Boeing 747 vél, á leið frá Bretlandi til Detroit í Bandaríkjunum. Vélin hafði lagt af stað frá Frankfurt í Þýskalandi, millilenti á Heatrow og var nú á leið til New York þar sem átti að millilenda. Þegar vélin var yfir Lockerbie í Skotland sprakk sprengja um borð í henni. Allir sem um borð voru, 243 farþegar og 16 manna áhöfn, létust sem og 11 manns á jörðu niðri.

Vélin tók á loft frá Heathrow klukkan 18.25 og eftir 38 mínútna flug var hún komin yfir Lockerbie. Þá tók Alan Topp, flugumferðarstjóri á Prestwick flugvellinum í Skotlandi, eftir því að kassinn, sem sýndi flug 103 á tölvuskjá hans, var horfinn. Í örstutta stund birtust fimm nýir kassar á skjánum en þeir sýndu nef flugvélarinnar, vængina, stærsta hluta skrokksins og stélið. Þessir kassar hurfu síðan af skjánum þegar þeir komu niður fyrir það svæði sem ratsjáin náði til. Lík, farangur og brak úr vélinni hrapaði til jarðar úr 10 km hæð. Það liðu tvær mínútur frá því að vélin sprakk þar til að brakið og allt annað úr henni skall á Lockerbie.

Mesti skaðinn í bænum varð þegar vængirnir, sem innihéldu tugi þúsunda lítra af flugvélaeldsneyti, skullu til jarðar og sprungu. Tvö hús gjöreyðilögðust og íbúar þeirra létust.

Rúmlega helmingur farþeganna í vélinni var undir þrítugu en flestir þeirra voru námsmenn á leið heim í jólafrí.

Þetta er versta flugslysið í breskri flugsögu og nú 30 árum síðar vitum við ekki enn hver stóð á bak við þetta grimmilega fjöldamorð. Þessu heldur Douglas Boyd fram í nýrri bók sinni, Lockerbie: The Truth, sem kemur út á föstudaginn.

Hann segir að blóraböggull hafi að sjálfsögðu verið fundinn. Það hafi verið Abdelbaset al-Megrahi, 47 ára Líbíumaður, sem var sakfelldur fyrir að hafa komið sprengjunni fyrir í vélinni. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi 2001. Áður hafði Muammar Gaddafi, þáverandi leiðtogi Líbíu, viðurkennt að Líbía hefði staðið á bak við hryðjuverkið.

Boyd heldur því fram í bókinni að lítið styðji þetta og fáar sannanir hafi verið fyrir að al-Megrahi hafi komið sprengjunni fyrir í vélinni. Málið sé allt einn lygavefur sem fólk hefði átt að átta sig á strax í upphafi.

Samkvæmt því sem hann heldur fram þá snýst málið um getuleysi, hefnd, pólitískar hentistefnu og hylmingu. Allt hafi þetta verið skipulagt og stýrt frá æðstu stöðum í Lundúnum og Washington. Boyd segir að hinn raunverulegi sökudólgur búi nú í Washington og njóti verndar bandarískra yfirvalda samkvæmt vitnaverndaráætlun.

Innrás Íraka í Kúveit kemur við sögu

Boyd segir að örlög farþega og áhafnar flugs 103 hafi verið handsöluð í Teheran í Íran fimm mánuðum áður en vélinni var grandað. Þá hafi Ayatollah Khomeini, leiðtogi landsins, fyrirskipað að bandarískri flugvél skyldi grandað í hefndarskyni fyrir Airbus A300 vél frá Iran Air sem bandaríska herskipið USS Vincennes skaut niður í júlí 1988 fyrir mistök. Allir um borð létust, 290 manns.

Kápa bókar Boyd.

Boyd rekur síðan málið ítarlega og setur fram ýmis rök fyrir þessu. Hann segir að ákveðið hafi verið að kenna Líbíu um hryðjuverkið í kjölfar innrásar Íraka í Kúveit í ágúst 1990.  Þá hafi Breta og Bandaríkjamenn vantað stuðning Írana og Sýrlendinga við innrás í Kúveit og síðan Írak. Það hafi því verið þægilegt að beina sjónunum frá Íran og varpa sökinni á Líbíu sérstaklega í ljósi þess að Gaddafi var þekktur fyrir að styðja hryðjuverkasamtök, til dæmis Írska lýðveldisherinn IRA.

Boyd segir að Abu Elias, sem kom sprengjunni fyrir í vél Pan Am, sé talinn vera á lífi og búi nú í Washington DC undir vernd bandarískra yfirvalda. Hann starfi við skóla þar og noti nú nafnið Basel Bushnaq.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað