fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Hauskúpulaga hrekkjavöku loftsteinn stefnir í átt að jörðinni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. október 2018 09:30

Svona er hann talinn líta út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Risastórir loftsteinar og halastjörnur eru ekki eitthvað sem er gaman að fá nærri jörðinni okkar enda gæti árekstur við slíkan hlut haft hræðilegar afleiðingar. En fáir eða nokkrir loftsteinar eða halastjörnur eru jafn hræðilegar og loftsteinninn 2015 TB145 sem hefur verið nefndur Hrekkjavöku loftsteinninn vegna sérstakrar lögunar hans en hann minnir helst á hauskúpu.

Síðast fór lofsteinninn framhjá jörðinni 31. október 2015 og var þá í um 490.000 km fjarlægð. Hann þýtur næst framhjá okkur rétt eftir hrekkjavökuna nú í nóvember en verður mun fjær jörðinni að þessu sinni svo við þurfum ekki að óttast hann. Það er eiginlega bara skemmtileg tilviljun að hann fari svo nærri jörðinni á svipuðum tíma og hrekkjavökunni er fagnað víða um heim enda útlit hans töluvert „hrekkjavökulegt“.

Talið er að loftsteinninn sé fyrrum halastjarna sem hafi með tímanum breyst og orðið að loftsteini á braut sinni um sólina en hann hefur verið á þeirri braut í milljónir ára. Hann er talinn vera um 625 til 700 metrar í þvermáli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð