Ökumaður var stöðvaður í Skeifunni grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurin reyndist sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu.
Klukkan 03:34 í nótt óskuðu dyraverðir í miðbænum eftir aðstoð lögreglu vegna konu sem var til vandræða. Konan gistir nú fangaklefa lögreglu sökum ástands, en ekki var hægt að tala við hana sökum ölvunar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Klukkan 04:13 í nótt óskuðu dyraverðir í miðbænum eftir aðstoð lögreglu vegna konu sem lét öllum illum látum. Konan hafði sparkað og hrækt á dyraverði. Hún gistir nú í fangaklefa þar til rennur af henni og hægt verður að ræða við hana.
Lögreglumenn fundu kannabisræktun í Árbæ á níunda tímanum í gærkvöldi.