fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Spá óveðrum af óþekktri stærðargráðu – Óttast að þau muni koma fólki að óvörum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. september 2018 21:00

Gervihnattamynd af fellibyl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fremstu sérfræðingar heims á sviði fellibylja telja líklegt að fellibyljir framtíðarinnar verði öflugri en nokkru sinni áður en óttast um leið að við verðum ekki nægilega vel undir þá búin. Eins og staðan er í dag eru fellibyljir flokkaðir í 5 styrkleikaflokka þar sem þeir öflugustu fara í fimmta flokk. Nú íhuga sérfræðingar af fullri alvöru hvort bæta þurfi sjötta flokknum við.

Þegar fellibylurinn Florence var á leið til Bandaríkjanna nýlega stefndi allt í að þar yrði um einn öflugasta fellibyl, sem skollið hefur á Bandaríkjunum, að ræða. Sem betur fer dró þó heldur úr styrk Florence þegar hún nálgaðist land og því varð ástandið ekki jafn slæmt og óttast var en þó nógu slæmt. Að minnsta kosti 43 létust og eignatjónið var mikið. Á Filippseyjum varð ofurfellibylurinn Mangkhut að minnsta kosti 155 að bana á svipuðum tíma.

Íbúar á ákveðnum svæðum í Norður-Karólínu voru beðnir um að flýja heimili sín undan Florence „áður en það væri um seinan“  en í Suður-Karólínu var íbúum sagt að ef þeir færu ekki eftir ráðleggingum yfirvalda „yrðu þeir skildir eftir án hjálpar“.

Sérfræðingar hafa fram að þessu talið að það væri nóg að flokka fellibylji í 5 styrkleikaflokka og gátu ekki ímyndað sér að fellibyljir með vindhviðum, sem ná allt að 90 m/s, gætu myndast. Þegar fellibylurinn Katrina reið yfir Bandaríkin 2005 voru öflugustu vindhviðurnar 75 m/s.

Þegar fellibyljir myndast gufar sjór upp í loftið. Þar þéttist hann og verður síðan að úrkomu. Þegar þetta gerist losnar um mikinn hita en það er mikilvægasta uppspretta fellibylja. Samhliða hnattrænni hlýnun verður sjórinn hlýrri og gufar hraðar upp. Þetta veldur því að meiri raki myndast í loftinu og því getur losnað um orku hærra uppi en áður. Af þessum sökum er fræðilega mögulegt að það geti losnað um meiri orku til að knýja fellibylji áfram og gera þá enn öflugri hefur Dagbladet eftir Tore Furevik forstjóra Bjerknes loftslagsrannsóknarmiðstöðvarinnar.

The Guardian segir að Jeff Masters, einn þekktasti veðurfræðingurinn í Bandaríkjunum, hafi fyrstur byrjað að tala um að fjölga styrkleikaflokkum fellibylja í sex. Í því sambandi nefndi hann „Stóra fellibylinn“ 1780 en hann var mjög öflugur og kom fólki að óvörum og varð 22.000 manns að bana. Hann var svo öflugur að börkur flettist af trjám, eitthvað sem talið hefur verið að aðeins fimmta stigs fellibylur gæti gert. Masters byggir spádóma sína um öflugri fellibylji á rannsókn Kerry Emanuel, hjá MIT, og Ning Lin, hjá Princeton háskóla, um veðurfar og hættur sem geta stafa af því. Í rannsókn sinni komust þeir að þeirri niðurstöður að Cairns í Ástralíu og Tampa í Flórída væru þeir staðir í heiminum sem væru í einna mestri hættu vegna veðurs og efuðust um að yfirvöld gerðu sér grein fyrir hættunni eða hefðu gert ráðstafanir. Furevik tekur undir þetta og segir að það virðist sem mannkynið eigi erfitt með að undirbúa sig undir slíka atburði ef þeir hafa ekki gerst áður.

„Ég er hræddur um að svo öflugur fellibylur muni koma að óvörum“.

Segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“