fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Níu ára stúlka hvarf sporlaust fyrir 17 árum – Telja sig vera við að leysa málið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. september 2018 07:44

Peggy Knoblauch.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. maí 2001 var Peggy Knoblauch, 9 ára, á leið heim úr skóla í bænum Lichtenberg, sem er lítill bær í Þýskalandi ekki fjarri landamærunum að Tékklandi, þegar hún var numin á brott. Hún skilaði sér aldrei heim. Mikil leit var gerð að henni og lögreglan lagði mikla vinnu í rannsókn málsins en samt sem áður fannst hvorki tangur né tetur af Peggy og engar vísbendingar fundust um hvar hún gæti verið eða hver örlög hennar gætu hafa orðið.

Það var ekki fyrr en þann 2. júlí 2016 sem eitthvað mikilvægt gerðist í rannsókninni. Þá fundust líkamsleifar Peggy grafnar í skógi nærri Thüringen sem er um 12 km frá Lichtenberg. Nú telur lögreglan sig vera komna mjög nærri því að leysa málið. Þýskir fjölmiðlar skýra frá þessu, þar á meðal Bild.

Á fréttamannafundi á föstudaginn skýrði lögreglan frá stöðu málsins núna. Fram kom að 41 árs karlmaður hefur játað að hafa grafið lík Peggy niður í skóginum. Maðurinn neitar þó að hafa myrt hana. Hann segir að honum hafi verið afhent lík hennar í strætóbiðskýli í Lichtenberg og hafi reynt að endurlífga hana. Það tókst ekki og því segist hann hafa ákveðið að vefja líkið inn í klæði og aka síðan með það út í skóg og grafa. Hann segist hafa brennt jakka hennar og tösku.

Í bílnum, sem maðurinn ók með líkið út í skóg í, fundu sérfræðingar lögreglunnar sannanir fyrir að Peggy hefði verið í bílnum.

Maðurinn hefur einnig skýrt frá nafni þess sem hann staðhæfir að hafi afhent honum líkið. Lögreglan leggur þó mikla áherslu á að það er aðeins einn grunaður í málinu og það er þessi 41 árs karlmaður. Samt sem áður hefur lögreglan ekki á miklu að byggja og því hefur maðurinn ekki verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglan telur sig einfaldlega ekki hafa það góðar sannanir um sekt hans að hún geti farið með hann fyrir dómara og krafist gæsluvarðhalds yfir honum.

Ekki er hægt að ákæra manninn fyrir ósæmilega meðferð líks því sá hluti málsins er fyrndur. Hvað varðar morðið á Peggy fyrnist það aldrei og því verður hægt að ákæra hann fyrir það ef lögreglunni tekst að afla frekari sönnunargagna.

Rannsókn lögreglunnar er í fullum gangi og hún hefur meðal annars gert húsleit heima hjá manninum og foreldrum hans.

Áður hafði Ulvi Kulac, sem er með þroskahömlun, verið dæmdur í fangelsi fyrir að hafa myrt Peggy. Það mál er um margt sérstakt enda byggði dómurinn aðeins á játningu Kulac og enginn önnur gögn lágu fyrir um sekt hans. Dómur yfir honum féll 2004 en málið var tekið upp á nýjan leik og hann sýknaður 2014.

Þýskir fjölmiðlar segja að maðurinn sem liggur nú undir grun sé vinur Kulac.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“