fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Pressan

Hent út af hlaðborði – Borðaði of mikið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 21:30

Sushi hlaðborð. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jaroslav Bobrowski er maður sem getur borðað mikið enda er hann íþróttamaður og þarf mikla næringu til að ná árangri. Hann stundar þríþraut og keppir í járnmanni (Ironman). Áður var hann á kafi í vaxtarækt. Nýlega fór hann inn á sushistað í Landshut í Bæjaralandi og tók til matar síns á hlaðborðinu. En eigandinn var allt annað en ánægður með Bobrowski eða öllu heldur matarlyst hans og hefur bannað honum að stíga fæti inn á staðinn í framtíðinni.

Veitingastaðurinn heitir Running Sushi. Þar er boðið upp á sushi á færibandi og sitja gestirnir við borð sem færibandið fer framhjá. Á færibandinu eru síðan diskar með glæsilegum sushiréttum. Passauer Neue Presse hefur eftir Bobrowski að hann hafi greitt 19,5 evrur fyrir matinn sinn en þetta er einhverskonar hlaðborð þar sem fólk má borða eins mikið og það vill. Nema hvað Bobrowski má það greinilega ekki. Hann borðaði af rúmlega 100 diskum og var eigandanum þá nóg boðið.

„Hann borðar fyrir fimm manns. Þetta er ekki eðlilegt.“

Sagði eigandinn í samtali við Passauer Neue Presse.

Bobrowski fylgir sérstöku mataræði vegna íþróttaiðkunar sinnar en í því felst að hann borðar ekkert í 20 klukkustundir en síðan borðar hann þar til hann er við að springa. Það þurfti sem sagt hráan fisk af rúmlega 100 diskum til að ná því marki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Fáránlega sléttur“ – Vísindamenn geta ekki útskýrt þetta

„Fáránlega sléttur“ – Vísindamenn geta ekki útskýrt þetta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gætu hafa leyst ráðgátuna um stóra gíginn

Gætu hafa leyst ráðgátuna um stóra gíginn