fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Einar þénaði 20.000 krónur á mínútu – Nú er hann gjaldþrota

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. september 2018 07:11

Ein af fáum opinberum myndum sem er til af Einari. Mynd:Agder Energi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tæp 20 ár hefur norski milljarðamæringurinn og spákaupmaðurinn Einar Aas látið lítið fyrir sér fara og forðast alla opinbera umfjöllun eins og heitan eldinn. En í síðustu viku neyddist hann til að koma fram í dagsljósið. Rangt veðmál á áhættusöm viðskipti með rafmangsverð urðu honum dýrkeypt og á nokkrum dögum voru öll hlutabréf hans og önnur álíka verðmæti seld nauðungarsölu. Allt stefnir nú í að hann verði gjaldþrota.

Þetta er mikið áfall fyrir þennan fyrrum milljarðamæring sem hefur árum saman þénað ótrúlegar upphæðir á afleiðuviðskiptum með rafmagnsverð. Hann var margoft tekjuhæsti Norðmaðurinn og má nefna að 2016 voru tekjur hans sem nemur 11 milljörðum íslenskra króna en það svarar til að hann hafi þénað um 20.000 krónur á hverri mínútu allt árið.

Samkvæmt frétt Dagens Næringsliv þá stefnir í að Einar verði að selja allar eigur sínar til að geta greitt lánadrottnum sínum. Þetta snýst ekki um neinar smá upphæðir því að á undanförnum 12 árum hefur Einar keypt fasteignir fyrir sem svarar til rúmlega 1,7 milljarða íslenskra króna en verðmæti þeirra er mun meira í dag. Þá hefur hann lagt sem svarar tæplega 3 milljörðum íslenskra króna í fasteignaverkefni á Spáni. Þá á hann hlutabréf fyrir marga milljarða í gegnun fjárfestingarfélag sitt Toppen Invest.

Einar hefur verið þekktur fyrir að standa vörð um einkalíf sitt og forðast sviðsljósið eins og hægt er. Til dæmis eru aðeins til nokkrar opinberar ljósmyndir af honum. Norskir fjölmiðlar hafa oft kallað hann dularfulla milljarðamæringinn. Hann byggði auð sinn upp úr nánast engu eftir að hann byrjaði að stunda viðskipti með rafmagn 2001. Hann hefur tekið mikla áhættu í gegnum tíðina og ávinningurinn var oft á tíðum ótrúlegur en stundum slæmur og sérstaklega slæmur á síðustu dögum eins og gjaldþrot hans ber með sér. Það sem reið honum að fullu var að hann hafði lagt allan auð sinn undir um að verðmunur á þýsku og norsku rafmagni myndi minnka á næsta ári en þvert á móti hefur hann aukist og það kostaði hann allan auðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?