Forsvarsmenn fyrirtækisins Coca-Cola sögðu í dag að fyrirtækið væri að fylgjast vel með kannabisdrykkjar markaðnum. Staðfest hefur verið að fyrirtækið hefur verið í samningaviðræðum við kanadíska fyrirtækið Aurora Cannabis sem framleiðir kannabis sem notað er í lækningaskyni.
Hafa fréttir af þessu mögulega samstarfi fyrirtækjanna haft áhrif á gengi bréfa í fyrirtækjunum báðum. Umræður um að Coca-Cola sé að leita eftir nýjum mörkuðum og má nefna að fyrirtækið nýlega festi kaup á kaffihúsakeðjunni Costa.
Fjölmörg stórfyrirtæki eru að skoða þennan nýja markað, þar á meðal fyrirtækið Constellation sem framleiðir meðal annars bjórtegundina Corona. Ætlar fyrirtækið að fjárfesta rúmlega 450 milljörðum króna í þróun og framleiðslu á kannabisdrykkjum.