„Þeir eru óbreyttir borgarar, að sjálfsögðu,“ sagði Pútín á ráðstefnunni að sögn Sky og bætti við að þeir væru ekki glæpamenn. Hann sagðist vonast til að mennirnir gefi sig fram til að segja sögu sína.
Bresk stjórnvöld segja að mennirnir séu liðsmenn GRU, sem er stærsta leyniþjónustustofnun Rússlands, og nafngreindi þá sem Ruslan Boshirov og Alexander Petrov. Bretar telja að þeir hafi unnið eftir fyrirmælum frá æðstu stöðum í rússneska stjórnkerfinu.
Eitrað var fyrir Skripal-feðginunum með Novichock taugaeitrinu sem er bráðdrepandi. Þau lifðu árásina hinsvegar af.