fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Pressan

300.000 hermenn taka þátt í stærstu heræfingu Rússa síðan kalda stríðinu lauk

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. september 2018 20:30

Ökutæki frá rússneska hernum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær hófst heræfingin Vostok-2018 sem rúmlega 300.000 rússneskir hermenn taka þátt í. Þetta er umfangsmesta heræfing Rússa frá lokum kalda stríðsins. Þetta segir Sergej Sjojgu varnarmálaráðherra.

Hermennirnir tilheyra herdeildum sem eru staðsettar í austur- og miðhluta landsins. Auk þess tekur Norðurflotinn þátt. Einnig taka fallhlífahermenn þátt og langdrægar flugvélar og flutningaflugvélar verða notaðar auk stjórnstöðva. Hermenn frá Kína og Mongólíu munu einnig taka þátt.

Sjojgu segir að fólk geti ímyndað sér að flytja eigi 36.000 hernaðarlegar einingar til á sama tíma, þetta séu skriðdrekar, brynvarin ökutæki, ökutæki fótgönguliðsins og fleiri einingar. Markmiðið sé að setja upp aðstæður sem séu eins nærri því að líkjast raunverulegum átökum og hægt er.

Æfingin er sú stærsta sinnar tegundar síðan Zapad-81 æfingin var haldin 1981 af gömlu Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra. Þá tóku rúmlega 100.000 hermenn þátt.

Megnið af æfingunum mun fara fram í Tsugol sem er um 150 km frá landamærum Kína og Mongólíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Í gær

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn