fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Pressan

Dularfullt hvarf starfsmanns WikiLeaks í Noregi – Lét hann sig hverfa? Var honum rænt?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. september 2018 06:54

Arjen Kamphuis. Skjáskot:YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun ágúst kom Arjen Kamphuis, 46 ára Hollendingur, til Noregs. Hann ætlaði til Lundúna þann 22. ágúst til að halda fyrirlestur en hann er starfsmaður WikiLeaks. Hann er þekktur fyrir að standa alltaf við það sem hann hefur lofað en hann mætti ekki á fundinn í Lundúnum. 29. ágúst tilkynntu hollenskir vinir hans um hvarf hans og setti hollenska lögreglan sig í samband við þá norsku.

Kamphuis sást síðast á Scandic hótelinu í Bodø þann 20. ágúst. það var því lögreglan í Nordland sem fékk málið til rannsóknar. Kripos, sérstök deild innan norsku lögreglunnar sem rannsakar alvarleg mál, sendi einnig fjóra lögreglumenn til Bodø.

Kamphuis sást um klukkan 14 þann 20. ágúst en það var starfsmaður á hótelinu sem sá hann. Hann var þá íklæddur kakígrænum fatnaði, göngufatnaði. Vinir hans hafa sagt lögreglunni að hann klæðist yfirleitt svörtum fatnaði eða fatnaði í felulitum. Hugsanlegt er að hann hafi verið á leið frá Bodø þennan dag. Hann yfirgaf hótelið og samkvæmt upplýsingum frá Wikileaks hafði hann pantað lestarmiða til Þrándheims.

Þekktur í tölvuheiminum

Eins og fyrr sagði starfar Kamphuis fyrir WikiLeaks sem hefur birt mikið af leyniskjölum og upplýsingum um leynileg málefni, þar á meðal mál sem tengjast hernaði. Kamphuis er sagður búa yfir víðtækri þekkingu á gagnaöryggi og tengjast samfélagi tölvuþrjóta, hakkara.

Lögreglan telur að hann hafi verið í fríi í Noregi en hann hafði dvalið í Bodø í nokkra daga áður en hann hvarf. Lögreglan hefur ekki útilokað neina möguleika tengda hvarfi hans en vinnur aðallega út frá þremur kenningum.

Ein er að Kamphuis hafi farið í felur af sjálfsdáðum. Önnur er að hann hafi lent í slysi og sú þriðja er að hann hafi orðið fórnarlamb afbrots af einhverju tagi.

TV2 hefur eftir Ancilla Tilia, blaðamanni og nánum vini Kamphuis, að hún hafi áhyggjur af honum og hvað hafi komið fyrir hann. Hún sagði hann hafa hlakkað til að fara í frí í Noregi og slíta sig frá tölvum og símum. Þegar hún var spurð hvort honum hafi verið hótað lífláti hikaði hún lengi en sagðist síðan ekki vilja tjá sig um það.

Þann 30. ágúst var kveikt á farsíma Kamphuis í Rogalandi og var kveikt á honum í nokkrar mínútur. SIM kort var sett í hann. Þetta er eina vísbendingin sem lögreglan hefur fengið. Hollenskir lögreglumenn komu til Noregs í gær til að vinna með norsku lögreglunni að rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Í gær

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Í gær

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

New York Times velur vinnutölvu ársins

New York Times velur vinnutölvu ársins