Ferðamennirnir, sem bæði eru 33 ára, voru á gangi eftir hinni vinsælu Bibbulmum í vesturhluta Ástralíu þegar þetta gerðist. Árásarmaðurinn, 36 ára, ók pallbíl á karlmanninn, stökk síðan út og réðst á hann með skóflu. Því næst sneri hann sér að konunni. Þrátt fyrir meiðsli náði karlmaðurinn að standa upp og takast á við árásarmanninn og koma honum niður á jörðina. Þau náðu síðan að draga töluverðan mátt úr honum þegar konan lamdi hann með skóflunni. The West Australian skýrir frá þessu.
Vegfarandi kom Finnunum til aðstoðar og náðu þau þrjú að halda árásarmanninum föstum þar til lögreglan kom á vettvang og handtók hann. Árásarmaðurinn og Finnarnir voru flutt á sjúkrahús en finnski karlmaðurinn hlauta alvarlega höfuðáverka við árásina.
Finnarnir þekktu ekki til árásarmannsins og höfðu aldrei hitt hann áður.
Árásarmaðurinn er nú í gæsluvarðhaldi en hann er grunaður um tilraun til manndráps.