fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Pressan

Finnskir ferðamenn í lífsháska – Ekið á þá og barðir með skóflu – Náðu að verjast árásarmanninum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 17:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir finnskir ferðamenn, karl og kona, urðu fyrir grófri árás á laugardaginn þegar þeir voru á gangi eftir vinsælli gönguleið. Ekið var á karlmanninn og síðan réðst bílstjórinn á hann með skólfu og lamdi. Hann sneri sér síðan að konunni og réðst á hana.

Ferðamennirnir, sem bæði eru 33 ára, voru á gangi eftir hinni vinsælu Bibbulmum í vesturhluta Ástralíu þegar þetta gerðist. Árásarmaðurinn, 36 ára, ók pallbíl á karlmanninn, stökk síðan út og réðst á hann með skóflu. Því næst sneri hann sér að konunni. Þrátt fyrir meiðsli náði karlmaðurinn að standa upp og takast á við árásarmanninn og koma honum niður á jörðina. Þau náðu síðan að draga töluverðan mátt úr honum þegar konan lamdi hann með skóflunni. The West Australian skýrir frá þessu.

Bibbulman gönguleiðin vinsæla. Mynd:Wikimedia Commons

Vegfarandi kom Finnunum til aðstoðar og náðu þau þrjú að halda árásarmanninum föstum þar til lögreglan kom á vettvang og handtók hann. Árásarmaðurinn og Finnarnir voru flutt á sjúkrahús en finnski karlmaðurinn hlauta alvarlega höfuðáverka við árásina.

Finnarnir þekktu ekki til árásarmannsins og höfðu aldrei hitt hann áður.

Árásarmaðurinn er nú í gæsluvarðhaldi en hann er grunaður um tilraun til manndráps.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði