fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Pressan

Samsung símar senda myndir til fólks óumbeðnir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. júlí 2018 18:30

Samsung Galaxy S8 snjallsími. Mynd: Wikimedia Commons/Kārlis Dambrāns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vandamál hafa komið upp með marga Samsung farsíma að undanförnu en þeir senda myndir, sem hafa verið teknar á símana, til fólks sem símaeigendurnir hafa vistað í tenglaskrá sinni. Það er Samsung Message appið sem gerir þetta en hjá Samsung er nú verið að rannsaka málið. Vangaveltur eru uppi um að það sé ný uppfærsla á appinu sem valdi þessu.

Það gerir þetta enn verra fyrir símaeigendur að appið sýnir þeim ekki að myndirnar hafi verið sendar. Þeir komast ekki að þessu fyrr en þeir fá viðbrögð frá móttakendum þeirra.

Sky skýrir frá þessu. Segir fréttastofan að einn eigandi Samsung síma hafi birt færslu á Reddit um málið:

„Um klukkan 2.30 í nótt sendi síminn unnustu minni allar myndirnar úr símanum mínum en ekkert var skráð um þetta í appinu.“

Samsung segir að í nýju uppfærslunni hafi verið sett inn nýr möguleiki sem heimili að afrit af myndum séu sjálfkrafa tekin af Google og hugsanlega sé það uppspretta vandans.

Auk þessa vanda hafa sumir eigendur Samsung Galaxy S9, S9+ og Note 8 lent í því að síminn hefur eytt myndum þeirra.

Í yfirlýsingu frá Samsung segir að notendur ættu að tryggja að appið hafi ekki aðgang að minnissvæði símans en þannig á að sögn að vera hægt að koma í veg fyrir að símarnir sendi myndir í leyfisleysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hugsanlega getur gervigreind komið í veg fyrir að flugfarþegar finni fyrir ókyrrð

Hugsanlega getur gervigreind komið í veg fyrir að flugfarþegar finni fyrir ókyrrð
Pressan
Í gær

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölskylda fraus í hel á leið sinni til Bandaríkjanna – Tveir sakfelldir vegna málsins

Fjölskylda fraus í hel á leið sinni til Bandaríkjanna – Tveir sakfelldir vegna málsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bretar ósáttir við kostnaðinn við krýningarathöfn Karls konungs

Bretar ósáttir við kostnaðinn við krýningarathöfn Karls konungs
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gömlu hjónin hurfu sporlaust árið 1980 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Gömlu hjónin hurfu sporlaust árið 1980 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varpar ljósi á hvernig líf dóttur hennar hefur breyst eftir heimskupör ungs ökumanns

Varpar ljósi á hvernig líf dóttur hennar hefur breyst eftir heimskupör ungs ökumanns