Hvolpurinn, sem var aðeins mánaðargamall, fannst í skógi í Sapanca í Sakarya héraðinu. Honum var strax komið til dýralæknis sem reyndi að bjarga lífi hans en hvolpurinn drapst tveimur dögum síðar af völdum hinna alvarlegu áverka.
Erdogan, sem sækist eftir endurkjöri sem forseti, sagði á kosningafundi á sunnudaginn að lögreglan hafi handtekið mann vegna málsins og bætti við að hann ætli að skoða mál er varða dýravelferð í Tyrklandi betur. Það verði að leggja mat á hvort lög og reglur séu nægilega góðar.
Bektug Ciftici, dýralæknirinn sem annaðist hvolpinn, sagði fréttastofunni Dogan að áverkar hvolpsins bentu til að fæturnir hafi verið höggnir af honum með beittum hlut á borð við öxi.