fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Pressan

Þingmaður Repúblikana segir innflytjendur ógna tilvist Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. júní 2018 09:30

David Stringer þingmaður repúblikanaflokksins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Stringer, þingmaður repúblikana í fulltrúadeild þingsins í Arizona, er heldur betur í kastljósi fjölmiðla eftir að myndband þar sem hann er í aðalhlutverk fór í dreifingu á netinu fyrr í vikunni. Myndbandið var tekið upp á fundi þar sem Stringer talaði. Þar sagði hann meðal annars að innflytjendur ógni tilvist Bandaríkjanna og að ekki séu nægilega mörg hvít börn í landinu.

Flokksfélagar Stringer og repúblikanaflokkurinn í Arizona hafa skorað á hann að segja af sér í kjölfar birtingar myndbandsins.

„Það eru ekki nógu mörg hvít börn . . . innflytjendur grafa undan pólitísku jafnvægi . . . innflytjendur eru ógn við tilvist Bandaríkjanna. Ef við gerum ekki eitthvað í innflytjendamálum breytist lýðfræðileg samsetning landsins okkar á óafturkræfan hátt mjög, mjög fljótt og þetta verður gjörbreytt land.“

Segir hann meðal annars í upptökunni.

CNN segir að Stringer saki pólitíska andstæðinga sína um að taka orð hans úr samhengi til að koma höggi á hann. Þeir hafi tekið 51 sekúndu af 16 mínútna ræðu hans til að reyna að blekkja kjósendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist