Flokksfélagar Stringer og repúblikanaflokkurinn í Arizona hafa skorað á hann að segja af sér í kjölfar birtingar myndbandsins.
„Það eru ekki nógu mörg hvít börn . . . innflytjendur grafa undan pólitísku jafnvægi . . . innflytjendur eru ógn við tilvist Bandaríkjanna. Ef við gerum ekki eitthvað í innflytjendamálum breytist lýðfræðileg samsetning landsins okkar á óafturkræfan hátt mjög, mjög fljótt og þetta verður gjörbreytt land.“
Segir hann meðal annars í upptökunni.
CNN segir að Stringer saki pólitíska andstæðinga sína um að taka orð hans úr samhengi til að koma höggi á hann. Þeir hafi tekið 51 sekúndu af 16 mínútna ræðu hans til að reyna að blekkja kjósendur.