fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Tugir þúsunda flykkja sér á bak við hópmálssókn – Vilja fá hluta afnotagjalds ríkisútvarpsins endurgreitt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. júní 2018 21:30

Merki Danska ríkisútvarpsins. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tugir þúsunda Dana hafa skráð sig í hópmálssókn gegn Danska ríkisútvarpinu (DR) til að fá hluta afnotagjaldsins endurgreiddan. Þetta snýst um virðisaukaskattinn sem var innheimtur af afnotagjaldinu en sérfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að það hafi verið ólöglegt að innheimta virðisaukaskatt af afnotagjaldinu, ekki hafi verið lagastoð fyrir því. Ef dómstólar komast að sömu niðurstöðu munu greiðendur afnotagjalda fá milljarða endurgreidda frá danska ríkinu.

Nú hafa um rúmlega 200.000 manns skráð sig í hópmálssóknina en frestur til skráningar rann út á miðvikudaginn. Lögmenn lögmannsstofunnar DLA Piper, sem mun sjá um málssóknina, ætla að sækja um framlengingu á fresti til skráningar þar sem áhuginn sé svo mikill. Það var undirréttur sem ákvað hver fresturinn ætti að vera en dómstólar hafa samþykkt gjafsókn í málinu.

Lagt er upp með að höfðað verði mál þar sem krafist verður endurgreiðslu á ólöglega innheimtum virðisaukaskatti 10 ár aftur í tímann. Þeir sem greiddu afnotagjald í þessi 10 ár munu þá fá 4.703 danskar krónur endurgreiddar frá ríkinu ef málið vinnst.

Þetta verða stór útgjöld fyrir ríkissjóð ef DR tapar málinu því áætlaður kostnaður fyrir hvert ár er um einn milljarður á ári eða um 10 milljarðar í heildina en það svarar til tæplega 170 milljarða íslenskra króna.

TV2 hefur eftir einum lögmanna DLA Piper að reikna megi með að meðferð málsins muni taka mörg ár, jafnvel allt að fimm ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?