fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Sænskir leikskólastjórar eru reiðubúnir til að neyða múslimskar stúlkur til að bera höfuðklúta – Siðferðislögreglan er víða

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. júní 2018 22:00

Leikskóli - Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gautaborgarpósturinn gerði nýlega könnun á hvort leikskólastjórar væru reiðubúnir til að þvinga múslimskar stúlkur til að bera höfuðklúta á meðan þær dvelja á leikskóla. Hringt var í leikskólastjóra á 40 leikskólum í Gautaborg, Malmö og Stokkhólmi en allt voru þetta leikskólar í hverfum þar sem margir múslimar búa.

Þegar rætt var við leikskólastjórana sagði blaðamaður að hann væri faðir 5 ára stúlku sem vantaði leikskólapláss. Í tengslum við það þyrfti hann að spyrja einnar spurningar. Staðan væri þannig að dóttirin bæri höfuðklút daglega en væri ekki mjög hrifin af því. Því vildi hann fá að vita hvort leikskólinn myndi sjá til þess að hún væri alltaf með höfuðklútinn, neyða hana til þess ef þörf krefði?

27 leikskólastjórar svöruðu þessu játandi. Þetta hefur vakið úlfúð í Svíþjóð og stjórnmálamenn hafa keppst við að fordæma þetta en þetta virðist vera útbreitt.

Trúfrelsi er í Svíþjóð en lög heimila ekki að börn séu neydd til að bera fatnað sem þau vilja ekki vera í.

Mörg dæmi

Í kjölfar umfjöllunar Gautaborgarpóstsins hefur komið í ljós að mörg dæmi eru um svipuð mál um allt land. Til dæmis hefur komið fram að leikskólastúlka tók höfuðklútinn af sér þegar hún var að leika við önnur börn á leikskólanum en starfsfólkið neyddi hana til að setja hana aftur á því foreldrar hennar sögðu að hún ætti að vera með höfuðklútinn.

Einnig hefur verið skýrt frá dæmum þar sem foreldrar, án árangurs, hafa reynt að fá kennslu skipulagða þannig að börnin þeirra gætu farið til bæna á ákveðnum tímum. Einnig eru mörg dæmi um að foreldrar vilji ekki að börnin þeirra fari í sturtu með öðrum börnum af sama kyni. Starfsfólk bregst við þessu með því að skýla börnunum með handklæðum eða senda þau í sturtu á undan hinum.

Einnig er dæmi um að foreldrar hafi beðið leikskóla um að leikskólinn myndi alltaf vera með beina útsendingu á FaceTime frá því sem börn þeirra væru að gera til að foreldrarnir gætu fylgst með. Leikskólinn varð við þessari ósk.

Siðferðislögreglan

Allt vekur þetta upp spurningar um umburðarlyndi og hvernig á að takast á við trúarlegar óskir foreldra og frjálst líf barna. Hvenær má setja fótinn niður og segja nei án þess að vera sakaður um skort á umburðarlyndi eða það sem er verra, að vera rasisti.

Fyrir nokkrum árum þekkti varla nokkur Svíi orðið siðferðislögreglan en nú þekkir nær hvert mannsbarn í Svíþjóð þetta orð og veit að þetta eru karlar sem sjá til þess að íslömskum lögum er fylgt í úthverfunum.

Danska ríkisútvarpið segir að þetta séu mennirnir sem sjá til þess að veraldlega sinnuðum múslimum sé útskúfað og lagðir í einelti þegar þeir ganga um í stuttbuxum og borða á meðan á föstuhátíð múslima stendur.

Í úthverfunum er ekki erfitt að hitta á konur sem horfa löngungaraugum á kaffihúsin og segja að þangað megi þær ekki koma lengur, nú séu þau fyrir karlana. Það eru líka karlarnir sem sitja á kaffihúsum og eru í miklum meirihluta á almannafæri.

En siðferðislögreglan er ekki eingöngu þessir karlar heldur eru það einnig börnin sem stríða skólafélögum sínum sem ganga ekki með höfuðklút og nota andlitsfaðra.

Það eru líka mæður og bræður sem þegja þunnu hljóði þegar enn ein „balkongflicka“ finnst lífvana fyrir utan heimili sitt. „Balkongflicka“ er notað yfir þær ungu stúlkur sem duttu kannski, stukku kannski sjálfar eða var hent niður af svölunum heima hjá sér. Stúlkur sem reyndu að rífa sig lausar frá valdi trúaðra foreldra.

Auga Svía hafa opnast fyrir sumum þessara vandamála og ráðgjöf, símatímar, stuðningshópar, rannsóknir, ráðstefnur og sjónvarpskappræður eru í boði.

En samt sem áður eru nokkrir leikskólar enn reiðubúnir til að þvinga stúlkur til að bera höfuðklúta sem þær vilja ekki bera.

En síðan er það leikskólastjórinn sem blaðamaður Gautaborgarpóstsins ræddi við um höfuðklútsmál hinnar ímynduðu dóttur. Þessi leikskólastjóri hafnaði umleitan hans með öllu en hún er sjálf múslimi, fædd og uppalin í Íran þar konur eru neyddar til að bera höfuðklúta.

„Hugsaðu um hvað þú ert að gera dóttur þinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum