Washington Post hefur eftir Lee Yun-keol, fyrrum liðsmanni lífvarðarsveitar Kim-fjölskyldunnar, að leiðtoginn vilji ekki nota önnur salerni en sitt eigið. Ástæðan er að hans sögn ótti við að erlendir njósnarar geti komið höndum yfir saur hins mikla leiðtoga. Ef svo færi væri hægt að rannsaka saurinn ofan í kjölinn og komast yfir ýmsar upplýsingar um heilsu leiðtogans.
Lengi hafa vangaveltur verið uppi um heilsufar hans og bæði bandarískar og suður-kóreskar leyniþjónustur vilja gjarnan komast yfir upplýsingar um heilsufar hans. Því hefur verið velt upp að hann glími við sykursýki, of háan blóðþrýsting og andleg veikindi vegna óheilsusamlegs lífsstíls en hann reykir mikið og drekkur að sögn mikið áfengi.
Ekki fylgir sögunni hvort saur leiðtogans verður fluttur aftur til Norður-Kóreu.