fbpx
Miðvikudagur 14.ágúst 2024
Pressan

Er langtímaáætlun Kim Jong-un við það að ganga upp? Hafa málin þróast eins og hann vildi?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. júní 2018 05:55

Kim Jong-un stýrir með harðri hendi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kemur á óvart“ og „kúvending“ hefur verið sagt um leiðtogafund Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, og Donald Trump, Bandaríkjaforseta, en þeir funda í Singapore aðfaranótt þriðjudags að íslenskum tíma. Það virðist hafa komið mörgum á óvart að fundurinn sé yfirleitt á dagskrá og margir telja það vegna stefnubreytingar Kim Jong-un. En sérfræðingar hafa bent á að þetta eigi ekki að koma svo mikið á óvart því einræðisherrann hafi í raun lagt grunninn að leiðtogafundinum í mars 2013.

Þá kynnti hann til sögunnar nýja stefnu, sem nefnist Byungjin, fyrir miðstjórn Verkamannaflokksins. Ef þessi áætlun átti að heppnast var leiðtogafundur með forseta Bandaríkjanna óumflýjanlegur og nú er þessu fundur að verða að veruleika.

Í upphafi valdatíma síns stóð Kim Jong-un fyrir miklum hreinsunum meðal undirmanna sinna og þeim sem hann treysti ekki var miskunarlaust rutt úr vegi og margir teknir af lífi. Samhliða þessum hreinsunum kynnti hann Byungjin stefnuna. Hann sagði miðstjórn Verkamannaflokksins framvegis myndi þróun kjarnorkuvopna og efnahagslegar umbætur vera forgangsverkefni. Fram að þessu hafa kjarnorkumálin verið í forgangi.

Undir stjórn Kim Jong-un hefur Norður-Kórea unnið markvisst að smíði kjarnorkuvopna og eldflauga, sem geta borið kjarnorkusprengjur, þrátt fyrir fordæmingar af hálfu alþjóðasamfélagsins og refsiaðgerðir. Svo virðist sem Kim Jong-un hafi komist að þeirri niðurstöðu, í kjölfar misheppnaðra diplómatískra leiða, að eina leiðin til að fá umheiminn og þá aðallega Bandaríkin til að taka Norður-Kóreu alvarlega væri að eignast kjarnorkuvopn.

Nú, þegar þessu stóra verkefni er lokið, er leiðtoginn reiðubúinn til að takast á við næsta verkefni: efnahagsmálin. Greinileg merki um þetta komu fram í nýársávarpi leiðtogans en þá nefndi hann efnahagsmál næstum því jafn oft og kjarnorku. Í ávarpinu hélt hann að vanda áfram að hafa í hótunum við Bandaríkin en um leið kom hann mörgum á óvart og opnaði fyrir þátttöku Norður-Kóreu í vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu mánuði síðar. Í framhaldi af þessu opnaðist á samskipti norðan- og sunnanmanna og leiðtogar Kóreuríkjanna hafa fundað tvisvar síðan.

Það var Suður-Kórea sem kom boði um leiðtogafund frá Kim Jong-un til Donald Trump. Þegar Trump féllst á boðið hafði Norður-Kórea náð stóru pólitísku markmiði sínu, beinum viðræðum við Bandaríkin.

Það er því hugsanlega hægt að færa rök fyrir að málin hafi þróast eins og Kim Jong-un vildi og nú snúist þau um efnahagsmál hins fátæka lands. Alþjóðlegar refsiaðgerðir fóru að virka af alvöru á síðasta ári, sérstaklega eftir að Kínverjar fóru að framfylgja þeim. Til að koma í veg fyrir efnahagslegt hrun var Kim Jong-un tilneyddur til að draga úr deilunum og orðaskakinu við umheiminn. En hugsanlega telur hann sjálfur að hann hafi neyðst til að kynda undir deilum við umheiminn og koma sér upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum áður en hann settist að samningaborðinu því það tryggi honum sterkari samningsstöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svarti sauðurinn í norsku konungsfjölskyldunni: Hnífur í vegg og ásakanir um heimilisofbeldi

Svarti sauðurinn í norsku konungsfjölskyldunni: Hnífur í vegg og ásakanir um heimilisofbeldi
Pressan
Í gær

Viðtal Musk við Trump vekur furðu – Smámæltur frambjóðandi, ítrekaðar rangfærslur og Kamala Harris líkt við eiginkonu Trump

Viðtal Musk við Trump vekur furðu – Smámæltur frambjóðandi, ítrekaðar rangfærslur og Kamala Harris líkt við eiginkonu Trump
Pressan
Í gær

Handtekin 37 árum eftir dauða nýfædds barns síns

Handtekin 37 árum eftir dauða nýfædds barns síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spilaði Playstation á meðan 2 ára dóttir hans sat deyjandi úti í bíl 

Spilaði Playstation á meðan 2 ára dóttir hans sat deyjandi úti í bíl 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju fáum við hlaupasting?

Af hverju fáum við hlaupasting?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Húðflúraði nafn fórnarlambsins á enni morðingjans og barnaníðingsins

Húðflúraði nafn fórnarlambsins á enni morðingjans og barnaníðingsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftmengun getur dregið mjög úr líkunum á lifandi fæðingu eftir tæknifrjóvgun

Loftmengun getur dregið mjög úr líkunum á lifandi fæðingu eftir tæknifrjóvgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eitt orð kom upp um hræðilegt leyndarmál hans

Eitt orð kom upp um hræðilegt leyndarmál hans