Kennedy Junior skýrði frá þessari sannfæringu sinni í viðtali við Washington Post. Faðir hans var bandarískur þingmaður og bróðir John F. Kennedy, forseta, sem var einnig myrtur. Robert Francis ´Bobby´ Kennedy var myrtur í Los Angelse í Kaliforníu þegar hann tók þátt í kosningabaráttunni vegna forsetakosninganna þetta sama ár. 24 ára palenstínskur innflytjandi, Sirhan Sirhan, var handtekinn og dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið.
„Ég varð að hitta Sirhan. Ég er ósáttur við að hugsanlega var rangur maður dæmdur. Ég held að föður mínum hefði liðið eins ef hann vissi að einhver sæti saklaus í fangelsi.“
Sagði Kennedy Junior sem krefst þess að málið verði rannsakað á nýjan leik. Hann er sannfærður um að Sirhan hafi ekki getað skotið föður hans. Hann segir það styðja þá sannfæringu hans að skotsárið á Kennedy bendi til að morðinginn hafi staðið á bak við föður hans en ekki fyrir framan eins og vitni skýrðu frá.
Sirhan Sirhan játaði 1969 að hafa skotið Robert Francis ´Bobby´ Kennedy en bar við minnisleysi um atburðarrásina.
Kennedy var skotinn fjórum skotum í höfuðið og lést 26 klukkustundum síðar á sjúkrahúsi.