Lowe sagði vinum og ættingjum að Noden hefði yfirgefið hann með öðrum manni. Þannig gengu hlutirnir fyrir sig í nokkra mánuði eftir morðið en dag einn sendi hann ættingjum Noden skilaboð og sagðist hafa myrt hana og losað sig við líkið.
„Annaðhvort er verið að koma sök á mig eða ég myrti Kirby. Ég missti minnið, þokukenndar minningar og vaknaði upp með lík á gólfinu. Ég var hræddur svo ég losaði mig við það. Ég setti líkið í ruslatunnu í götunni. Ég man að sorphirðumennirnir fundu allt þetta kjöt og vissu ekki hvað þetta var.“
Sérfræðingar lögreglunnar fundu blóðslettur á veggjum heima hjá Lowe, járnstöng og stein sem hann notaði til að berja hana til bana. Blóðblettir voru á dýnu sem Lowe hafði sofið á eftir að hann myrti Noden. Hann játaði að hafa búið til hálsmen úr tönnum hennar. Sky skýrir frá þessu.
Eins og fyrr sagði var hann dæmdur í 28 ára fangelsi og á ekki möguleika á reynslulausn fyrr en eftir 28 ár.