fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða unnustu sína og hluta líkið í sundur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. maí 2018 22:00

Dean Lowe. Mynd:Breska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dean Lowe, 33 ára, var nýlega dæmdur í ævilangt fangelsi af breskum dómstól fyrir að hafa myrt unnustu sína, Kirby Noden 32 ára, í janúar 2017 og að hafa hlutað lík hennar í sundur og hent líkamshlutunum í ruslatunnu.

Lowe sagði vinum og ættingjum að Noden hefði yfirgefið hann með öðrum manni. Þannig gengu hlutirnir fyrir sig í nokkra mánuði eftir morðið en dag einn sendi hann ættingjum Noden skilaboð og sagðist hafa myrt hana og losað sig við líkið.

„Annaðhvort er verið að koma sök á mig eða ég myrti Kirby. Ég missti minnið, þokukenndar minningar og vaknaði upp með lík á gólfinu. Ég var hræddur svo ég losaði mig við það. Ég setti líkið í ruslatunnu í götunni. Ég man að sorphirðumennirnir fundu allt þetta kjöt og vissu ekki hvað þetta var.“

Sérfræðingar lögreglunnar fundu blóðslettur á veggjum heima hjá Lowe, járnstöng og stein sem hann notaði til að berja hana til bana. Blóðblettir voru á dýnu sem Lowe hafði sofið á eftir að hann myrti Noden. Hann játaði að hafa búið til hálsmen úr tönnum hennar. Sky skýrir frá þessu.

Kirby Noden. Mynd:Breska lögreglan

Eins og fyrr sagði var hann dæmdur í 28 ára fangelsi og á ekki möguleika á reynslulausn fyrr en eftir 28 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við