Hin margbrotna Jocelyn Wildenstein, best þekkt sem „kattarkonan“, er gjaldþrota. Wildenstein hefur verið í almannaumræðunni Vestanhafs í meira en fjóra áratugi, það eina sem hún hefur unnið sér inn til frægðar er að hafa gifts milljarðamæringnum Alec Wildenstein, er iðulega talað um hana sem „fræg fyrir að vera fræg“. Í seinni tíð hefur hún vakið mikla athygli fyrir stöðugar lýtaaðgerðir sem eiga að láta hana líta út eins og köttur. Dýr sem hún hefur mikið dálæti á.
Hún skildi við Alec árið 1999 og hefur síðan þá haldið sig í senu ríka fólksins á Manhattan, átti hún meðal annars íbúð í Trump-turninum metin á rúmar 11 milljónir dollara eða rúman 1,1 milljarð króna.
Eitthvað hefur hún farið illa með peningana en samkvæmt NY Post mun hún hafa vísað fram bankareikningnum sínum þegar hún óskaði eftir að fara í gjaldþrot, var upphæðin nákvæmlega 0$.
Wildenstein fékk 2,5 milljarð dollara við skilnaðinn 1999, í dag skuldar hún háar upphæðir tugi milljóna dollara til ýmissa aðila. Skuldar hún New York-borg 2 milljónir króna í vangreidda skatta. Einnig skuldar hún Bentley bílaumboðinu í Manhattan háar upphæðir, sem og kreditkortafyrirtækjum, lánastofnunum og geymslufyrirtækjum. Mun hún því aðeins þurfa að lifa á rúmum 94 þúsund krónum á mánuði í lífeyrissjóðsgreiðslur.