fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Var með fullt hús af Lego – Á þungan fangelsisdóm yfir höfði sér

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. maí 2018 18:00

Lego sem fannst heima hjá Azar. Mynd:Lögreglan í Oregon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fertugur karlmaður frá Oregon í Bandaríkjunum á langa fangelsisvist yfir höfði sér eftir að upp komst að á heimili hans var mikið magn af Lego. Það er ekki saknmæt eitt og sér að eiga Lego en svo virðist sem maðurinn hafi verið forsprakki í skipulaðri glæpastarfsemi þar sem miklu magni af Lego var stolið úr verslunum og síðan selt á netinu.

Lögreglan segir að Raji Afife Azar hafi verið forsprakkinn í skipulagðri glæpastarfsemi þar sem hann fékk fólk, oft fíkniefnaneytendur, til að stela dýru Lego. Hann keypti það síðan af fólkinu fyrir lítinn hluta verðmætis þess og seldi síðan á netinu og varð sér úti um góðan hagnað.

Lögreglan hafði fengið veður af þessari starfsemi Azar og voru nokkrir lögreglumenn því látnir þykjast vera afbrotamenn sem hefðu stolið vörum að verðmæti um 13.000 dollara. Þeir settu sig í samband við Azar og buðu honum vörurnar til kaups. Ákveðið var að þeir myndu hitta Azar og þegar hann hafði „keypt“ vörurnar af þeim var hann handtekinn.

Heima hjá honum fann lögreglan gríðarlegt magn af Lego og öðrum þekktum merkjavörum.

Lögreglan telur að Lego að verðmæti 50.000 dollara hafi verið í húsinu. Við það bætast hinar vörurnar.

Azar situr nú í gæsluvarðhaldi en hann er grunaður um grófan þjófnað, skipulagða glæpastarfsemi, peningaþvætti og svindl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“