fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
FréttirNeytendur

Óttar í ELKO segir fjölda verslana blekkja neytendur með þessum hætti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. janúar 2023 17:00

Óttar Örn Sigurbergsson, aðstoðarframkvæmdastjóri ELKO - Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttar Örn Sigur­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri ELKO, leggur til að tilskipun sem Evrópusambandið hefur innleitt verið sömuleiðis innleitt hér á landi. Tilskipunin á að koma í veg fyrir að fyrirtæki geti blekkt neytendur með því að hafa sömu vörur ítrekað á tilboði.

Þetta kemur fram í grein Óttars sem birt var í Fréttablaðinu í dag. Hann segir verslanir út um allan heim nota tilboð sem markaðstól en að þau geti þó verið varasöm.

„Fjöldi verslana hefur fallið í þá gryfju að vera ítrekað og með stuttu millibili með sömu vörur á tilboði og komnar í þá stöðu að viðskiptavinir kaupa bara á tilboðsdögum. Í slíkum tilvikum geta tilboð unnið á móti ímynd verslana og dregið úr trausti. Þarna er tilboðið hætt að vera tilboð, enda sömu vörur jafnvel vikulega á sama tilboði. Svona verðlagning blekkir neytendur.“

Þá útskýrir Óttar hvernig tilskipunin virkar: „Hún er ekki flókin: Hærra verðið (fyrra verðið í tilboðinu) á að vera lægsta verð vörunnar undangengna 30 daga.“

Afslátturinn reiknast þannig frá lægsta söluverði síðustu daga og með því er komið í veg fyrir að sama tilboðið sé notað ítrekað um hverja helgi. „Tilskipunin hefur ekki enn verið innleidd hér og þess má sums staðar sjá merki í framsetningu vöruverðs. Tilboðsmenning og traust til verslana kann því smám saman að bíða skaða án þess að við áttum okkur á því,“ segir hann.

Óttar segir að áralöng reynsla hans af smásöluverslun hafi gert honum ljóst að traust viðskiptavinanna sé „eitt það mikilvægasta sem fyritæki hafa.“

Hann segir ELKO hafa það sem meginreglu að auglýsa tilboð í takt við 30 daga tilskupun Evrópusambandsins. Það sé gert til að stemma stigu við tilboðsmenningu og að hagsmunir neytenda beri skaða af svoleiðis verðlagningu.

„Stórt skref var svo tekið þegar sett var í loftið verðsaga á vefsíðu elko.is þar sem viðskiptavinir geta séð verðbreytingar allra vara aftur í tímann. ELKO er fyrsta og eina verslunin á Íslandi sem stigið hefur þetta skref. Verðsagan hefur aukið gagnsæi í verðlagningu og verið jákvætt skref til framtíðar. ELKO gengur á undan með góðu fordæmi og viðleitni til að auka heiðarleika gagnvart viðskiptavinum. Best væri að 30 daga tilskipunin yrði innleidd sem fyrst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
22.03.2020

Þetta er réttur neytenda í heimsfaraldri COVID-19

Þetta er réttur neytenda í heimsfaraldri COVID-19
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
Neytendur
26.01.2020

Þetta áttu ekki að gera í atvinnuviðtali

Þetta áttu ekki að gera í atvinnuviðtali
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
20.06.2019

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“
EyjanNeytendur
19.04.2019

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda