„Með hækkandi sól og erfiða tíma í baksýnisspeglinum vill Corona gleðja landsmennmeð lækkuðu verði í febrúar,“ segir í fréttatilkynningu frá Vínnes ehf en fyrirtækið hefur ákveðið að lækka verð á Corona bjór í febrúar.
355ml glerflaska af bjórnum lækkar úr 369 krónum í 249 krónur og 330ml dósin lækkar úr 319 krónur í 219 krónur. Því er um að ræða 32-33% afslátt. Gjafapakkning bjórsins, sem inniheldur 4 flöskur í fötu, lækkar svo úr 2.799 krónur í 2.299 krónur.
„Corona hefur verið einn vinsælasti flöskubjór landsins síðasta áratuginn og hefur salan aukist jafnt og þétt síðustu árin. Nú er kominn tími til að taka almennilega á móti nýju ári og skilja 2020 eftir í myrkrinu“