Flest vantar okkur nokkra auka klukkutíma í sólarhringinn til að ná að halda utan um allar kröfurnar sem nútímasamfélagið gerir til fullorðins fólks. Jafnvel marga tíma. Helst alveg skrilljón tíma.
Einhverjir þakka sínu sæla fyrir það að hægt er að kaupa ýmsa þjónustu sem í dag býðst til að auðvelda okkur lífið og spara okkur tíma. Hvort sem það flokkast undir lúxus eða góða tímastjórnun að versla sér þessa þjónustu þá leikur DV forvitni á að vita hvort lesendur nýti sér einhver þeirra úrræða sem standa okkur til boða til að auðvelda lífið.
Hvað með einhverja aðra þjónustu? Eða aðrar leiðir til að spara tíma og létta lífið? Endilega deilið með okkur ykkar lausnum/ráðum/tillögum hér í athugasemdum, það er að segja ef þið viljið og hafið tíma til.