fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Neytendur

Sjáðu hvar bensínið er ódýrast og dýrast – FÍB segir erfitt að réttlæta mismuninn

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 14:00

Það er skotur á bensíni og dísil í Rússlandi þessa dagana. Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Verð á olíueldsneyti hefur hækkað nokkuð hér á landi frá síðustu áramótum. Kostnaður á hvern lítra á heimsmarkaði hefur verið að rísa og íslenska krónan hefur veikst gagnvart bandaríkjadal á tímabilinu,“ segir í frétt sem Félag íslenskra bifreiðaeiganda, eða FÍB, birti í gær.

Félagið bendir á að bensínið hefur hækkað um 10 krónur á lítra hjá bensínstöðinni N1 ef miðað er við algengasta verðið. Þá segir félagið einnig frá því að hækkunin hafi verið minnst á „ódýru“ stöðvum Orkunnar og ÓB á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri eða 3,9 krónur á lítra. Félagið bendir svo á að bensínverðið hjá Costco hefur hækkað um 6 krónur frá áramótum á hvern lítra.

Erfitt að réttlæta mismuninn

„Athyglisvert er að sjá hversu mikill verðmunur er á dýrasta og ódýrasta bensíndropanum. Algengasta útsöluverðið hjá N1 er 236,90 kónur á lítra en sami lítri kostar 189,90 krónur hjá Costco í Garðabæ sem gerir er 47 krónur á lítra. Verðmunurinn á dýrasta og ódýrasta bensínlítranum hjá N1 er 40,90 krónur. N1 býður býður bensínlítrann á 196 krónur á þrem bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og einni stöð á Akureyri. Ódýrasta bensínið hjá Orkunni kostar 193,30 krónur en dýrasti dropinn hjá sama félagi kostar 234,50 krónur.“

Félagið segir að erfitt sé að réttlæta þennan verðmun sem er yfir 40 krónur hjá sama söluaðila eins og gerðist hjá N1 en félagið segir það sama eiga við um Orkuna og ÓB.

„Hin félögin héldu enn að sér höndum“

Félagið segir innkomu Costco á íslenska olíumarkaðinn hafa haft mikil áhrif á verðmyndun og samkeppni á markaðnum. „Í fyrstu gerðu íslensku olíufélögin frekar lítið til að mæta samkeppninni en um ári eftir innkomu Costco lækkaði Atlantsolía verð á einni stöð í Hafnarfirði til að mæta samkeppninni frá Costco,“ segir félagið.

„Hin félögin héldu enn að sér höndum eða þar til að Atlantsolía lækkaði verð á stöðinni við Sprengisand í Reykjavík og í kjölfar þess fóru öll félögin að bjóða upp á verð í samkeppni við Costco og Atlantsolíu á tveimur eða fleiri besnínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrra bætti Atlantsolía einni stöð á Akureyri við með verð í anda samkeppninnar við Costco og á sama sólarhring voru öll gömlu olíufélögin farin að bjóða upp á ódýrara verð á Akureyri.“

DV bendir lesendum sínum á að hægt er að skoða yfirlit yfir ódýrasta og dýrasta bensínverðið á höfuðborgarsvæðinu á vefsíðunni Bensinverd.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
22.03.2020

Þetta er réttur neytenda í heimsfaraldri COVID-19

Þetta er réttur neytenda í heimsfaraldri COVID-19
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
Neytendur
26.01.2020

Þetta áttu ekki að gera í atvinnuviðtali

Þetta áttu ekki að gera í atvinnuviðtali
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
20.06.2019

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“
EyjanNeytendur
19.04.2019

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda