fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Neytendur

Ertu að fara í sumarfrí? Svona minnkar þú líkur á innbroti

Auður Ösp
Föstudaginn 24. júlí 2020 21:00

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikilvægt að hafa það í huga að því meira sem þú setur á samfélagsmiðlana, myndir og slíkt úr fríinu, því meira ertu að auglýsa að þú sért ekki heima,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum einstaklinga hjá VÍS. Fjölmörg dæmi eru um að tryggingar bæti ekki fyrir innbrot þar sem húseigendur hafa ekki gætt að einföldum atriðum.

Heimilistryggingar bæta tjón vegna innbrots í læstar íbúðir, hvort sem brotist er inn um glugga eða dyr eða farið inn með stolnum lykli eða þjófalykli. Það er því gríðarlega mikilvægt að gæta þess mannlaus hús séu alltaf læst og öllum gluggum lokað. Annars er hætta á að tjónið lendi alfarið á eigandanum, enda nær hugtakið innbrot yfir athöfnina þegar einhver brýtur sér leið inn í húsnæði í stað þess að fara inn um venjulegar inngönguleiðir.

Nágrannavarsla mikilvæg

„Það er því miður þannig að þeir sem eru í þessum „bransa“, þeir eru að fylgjast grannt með. Hvenær fólk fer og hvenær það kemur. Þeir labba niður götuna á nóttunni og kanna hvar útidyrahurðir og bílhurðir eru opnar. Númer eitt, tvö og þrjú er að gæta að allar útidyrahurðir séu læstar og að svalir og gluggar séu krækt aftur. Þá er mikilvægt að muna eftir að taka raftæki úr sambandi og skrúfa fyrir vatn á vatnstengdum vélum,“ segir Sigrún í samtali við DV.

Hún segir það vera ein algengustu mistök fólks að biðja ekki nágranna eða einhvern nákominn um að taka póst sem kemur inn á heimilið. „Þetta á kannski fyrst og fremst við um þá sem búa í raðhúsi eða minni fjöl- býlishúsum. Pósturinn fær að hlaðast upp í daga og vikur og það er auðvitað bara auglýsing fyrir það að enginn sé heima.“

Hún segir mikilvægt að fólk leiti til nágranna eða annarra upp á aðra hluti, til dæmis við að slá garðinn eða leggja bíl í bílastæði sem annars væri tómt dögum saman. Gera þannig allt sem mögulegt er til að láta líta út fyrir að einhver sé heima.

Tímastillt ljós eru tilvalin

Margir grípa til þess ráðs að hafa kveikt á ljósum og útvarp í gangi á heimilinu þegar þeir fara í frí en Sigrún bendir á að slíkt geti jafnvel vakið grunsemdir hjá óprúttnum aðilum. Nú í dag séu komnar fjölmargar betri lausnir. Hún nefnir sem dæmi tímastillt ljós, sem slokkna og kvikna á ákveðnum tímum. „Það er nefnilega mikilvægt að hafa ekki alltaf kveikt á sömu ljósunum í sömu herbergjunum.“

Aðspurð um öryggiskerfi segir Sigrún að myndavélar og innbrotskerfi séu alltaf örugg lausn, og þökk sé tækninni í dag þá þurfa slík tæki ekki að kosta mikið eða vera flókin í uppsetningu. Ýmiss konar for- rit eru á markaðnum sem gera fólki kleift að fylgjast með úr snjallsímanum. „Það þarf ekki alltaf að kaupa vöktun hjá einhverju fyrirtæki. Myndgæðin í dag eru orðin mjög góð.“

„Svo er mikilvægt að hafa ekki lausamuni fyrir utan húsið, eins og hjól eða sláttuvél eða eitthvað sem getur auðveldað þjófum að brjótast inn, eins og stigi. Líka að láta hluti ekki sjást innan frá, þegar horft er inn um glugga, hluti eins og fartölvur og myndavélar.

Sigrún bendir að lokum á að gott sé að hafa í huga hvar verðmætin eru geymd á heimilinu. Það sé t.d. algengt að fólk geymi skartgripi í svefnherberginu, en ekki á ódæmigerðum stöðum, eins og í kassa í þvottahúsinu.

„Þegar menn brjótast inn þá fara þeir oftast hratt yfir og fara beint á augljósustu staðina. Þeir gefa sér sjaldnast mikinn tíma í að leita og gramsa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
22.03.2020

Þetta er réttur neytenda í heimsfaraldri COVID-19

Þetta er réttur neytenda í heimsfaraldri COVID-19
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
Neytendur
26.01.2020

Þetta áttu ekki að gera í atvinnuviðtali

Þetta áttu ekki að gera í atvinnuviðtali
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
20.06.2019

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“
EyjanNeytendur
19.04.2019

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda