„Það er ekki í boði að kostnaði vegna kjarasamninga verði velt út í verðlagið,“ segir í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands. Sambandið hefur nú sett á fót Facebook-hóp þar sem almenningur getur sent inn ábendingar og upplýsingar um verðhækkanir sem og látið vita af fyrirtækjum sem ekki hafa hækkað verð hjá sér og bjóða upp á gott verk. Að sama bragði verður fyrirtækjum þar veitt tækifæri til að tilkynna neytendum að þeir hafi ekki og muni ekki hækka verð sín.
„Með nýjum kjarasamningum hefur launafólk axlað ábyrgð en það getur ekki og á ekki að gera það eitt. Fyrirtækin í landinu verða einnig að axla ábyrgð á stöðugleikanum í íslensku efnahagslífi,“ segir í tilkynningu.
Markmið verðlagseftirlits ASÍ er annars vegar að auka upplýsingastreymi til neytenda og efla þannig neytendavitund og hins vegar að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald.
„Við hvetjum fólk til að finna hópinn á facebook, ganga í hann og taka þannig þátt í að veita fyrirtækjum aðhald og tryggja að umsamdar launahækkanir skili sér í auknum kaupmætti.“