fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
EyjanNeytendur

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 19. apríl 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt reglugerð var kominn tími til þess að taka nagladekkin af bílum þann 15. apríl og mega þau ekki fara aftur undir bílinn fyrr en 31. október.

Sektir vegna notkunar nagladekkja á þessu tímabili eru 20.000 krónur fyrir hvert dekk sem gera í heildina 80.000 krónur ef um fjögur nagladekk er að ræða. Samkvæmt lögum bera þó ökumenn ábyrgð á því að aka um á dekkjum sem eru í samræmi við aðstæður hverju sinni, óháð árstíðum, og er því heimilt að nota neglda hjólbarða ef þörf er á vegna akstursaðstæðna.

Lögreglan stressar sig ekki á negldum dekkjum strax

Blaðamaður hafði samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og forvitnaðist út í reglugerðina og sektirnar sem henni fylgja.

„Þetta er þannig að reglugerðin hljómar svo að þú átt að skipta um nagladekk þann 15. apríl, en svo er alltaf tekið inn í aðstæðurnar þetta skemmtilega orðalag: „Nema að veðuraðstæður segi annað.“ Þannig að þetta er alltaf dálítið mat. Núna erum við sjálfir til dæmis ekkert að stressa okkur á því að skipta. Um páskana eru meðal annars margir á faraldsfæti, fara norður eða austur, og samkvæmt langtímaspánni þá á að kólna eitthvað, koma næturfrost og gæti farið að snjóa. Svo við erum ekkert að stressa okkur á þessu einmitt núna,“ segir lögreglumaður í samtali við DV.

Fólk er þá ekki endilega sektað frá og með 15. apríl?

„Nei, nei, nei, nei, og þetta hefur verið svoleiðis síðustu árin. Við höfum verið mjög slakir.“

Ökutæki sett í akstursbann eftir ítrekaðar áminningar

Er sektum einungis beitt? Hvað ef fólk fær margar áminningar?

„Þetta er þannig að ef fólk fær ítrekaðar áminningar þá getum við boðað bílinn í skoðun og sett á hann akstursbann. En þetta er ekki talið það alvarlegt í sektargerðinni að það hljómi undir upptöku ökutækis.“

Ef ökumaður yrði tekinn með nokkurra daga millibili fengi hann þá fleiri en eina sekt?

„Já, ég meina ef hann er til dæmis tekinn af Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og keyrir síðan austur fyrir fjall og verður tekinn af Lögreglunni á Suðurlandi þá eru þetta tvö lögregluembætti og gæti hann þá fengið tvær sektir.“

Hvenær teljið þið að ekki sé hægt að nota veðrið sem afsökun fyrir nagladekkjum?

„Ég man eftir því að einhvern tímann fór ég norður fyrir nokkrum árum og þá var snjókoma í lok maí. En hérna á höfuðborgarsvæðinu þá erum við dálítið að horfa á þetta svona í byrjun maí. Metum það hvernig staðan er þá og í flestum tilfellum er komið þannig veður að í kringum miðjan maí þá á ekki að þurfa nagladekk á þessu landsvæði.“

Kostnaður fer eftir stærð og gerð

Blaðamaður skoðaði einnig verð á umfelgun hjá nokkrum hjólbarðaverkstæðum og fór verðið frá því að vera um 8.000 krónur og allt upp í 53.254 krónur, allt eftir stærð og gerð bíla og dekkja. Inni í því verði felst umfelgun, jafnvægisstilling og umskipti á öllum fjórum dekkjum. Þá eru margir sem eiga eftir að kaupa sér ný dekk og fer kostnaður á þeim einnig eftir stærð og gerð. Það getur því verið ansi kostnaðarsamt að láta skipta um dekk og gott er að hafa það í huga nokkru áður en að skiptum kemur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“