fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Neytendur

Viktoría keypti engan mat í mánuð en borðaði sig samt sadda alla daga: Svona fór hún að því

Sparaði mikið í leiðinni

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október síðastliðnum setti Viktoría Viktorsdóttir sér markmið sem gekk út að kaupa engan mat í heilan mánuð. Óhætt er að segja að tilraunin hafi verið athyglisverð, ekki síst fyrir þær sakir að hún stóðst áskorunina – og það án þess að hafa verið boðið í mat.

„Ég fór í gáma nokkrum sinnum í viku, og ég fann alltaf eitthvað. Ávexti og grænmeti, alltaf,“ segir Viktoría í Fréttablaðinu sem fjallar um svokallað gámagrams, eða Dumpster Diving eins og það er kallað á ensku.

Það snýst um að leita að einhverju ætilegu í ruslagámum við verslanir. Alþekkt er að verslanir og birgjar eiga það til að henda heilum mat, þó vitundarvakning undanfarin misseri, til dæmis um matarsóun, hafi fengið marga til að endurskoða það.

Viktoría er í þessum hópi fólks sem stundar gámagrams og byrjaði hún á því fyrir um ári. Í samtali við Fréttablaðið segist henni í fyrstu hafa liðið skringilega, jafnvel eins og um ólöglegt athæfi væri að ræða. Staðreyndin sé sú að þarna sé heill matur og í ofanálag sé hann ókeypis en markmiðið sé að hafa góð áhrif á plánetuna.

„Við skiljum engan sóðaskap eftir okkur, við hirðum bara þann mat sem er í góðu lagi. Og við förum ekki í gegnum heimilissorp, einungis í gegnum ruslagáma við stórverslanir, bakarí og álíka,“ segir hún.

Í október ákvað Viktoría að borða einungis upp úr gámum.

„Fyrst var þetta svolítið skrýtið, að þurfa að elda það sem þú fannst en ekki það sem þú valdir og keyptir,“ segir Viktoría við Fréttablaðið og bætir við að tilraunin hafi gengið upp. Þetta hafi sparað henni mikið þó hún viðurkenni að hafa keypt sér einu sinni pítsu í þessum mánuði.

Umfjöllun Fréttablaðsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“