fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Neytendur

New York, Taíland, Spánn eða Balí?

DV tók saman kostnaðinn við vikuferðalag til Evrópu, Bandaríkjanna, Indónesíu og Asíu – Gífurlegur munur á gistingu og uppihaldi eftir löndum

Auður Ösp
Laugardaginn 13. janúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Par sem hyggst fara í vikulangt frí erlendis í sumar þarf að gera ráð fyrir minnst 300 þúsund krónum í ferðakostnað samkvæmt lauslegri könnun DV. Vika í New York-borg kostar hér um bil það sama og vika í ferðamannaparadísinni Balí í Indónesíu ef miðað er við fjögurra stjörnu gistingu. Heildarkostnaðurinn er lægstur ef ferðast er til Barcelona á Spáni þó svo að þar sé hótelgistingin dýrust.

Hér er miðað við par sem hyggst fara í frí erlendis fyrstu vikuna í júlí næsta sumar eða nánar tiltekið 2.–9. júlí. Miðað er við gistingu á fjögurra stjörnu hóteli. Gert er ráð fyrir að að borðað sé úti mestallan tímann og barinn jafnframt heimsóttur nokkrum sinnum. Þeir staðir sem litið er til eru Barcelona í Evrópu, New York í Bandaríkjunum, Phuket í Taílandi og Balí í Indónesíu.

Hér er um að ræða heildarkostnað fyrir utan lausan kostnað á borð við samgöngur, matvörur, snyrtivörur, skoðunarferðir og skemmtanir. Rétt er að taka fram að um gróflegan útreikning er að ræða og er listinn engan veginn tæmandi heldur eingöngu til viðmiðunar.

Flug

Í hverju tilfelli fyrir sig var stuðst við leitarvél dohop.com til að finna ódýrasta flugfargjaldið þar sem farangursheimild er innifalin. Ódýrast er að fljúga til Barcelona á Spáni þar sem flugfar báðar leiðir fyrir tvo kostar rúmlega 89 þúsund krónur samtals. Sú upphæð er rúmlega einn þriðji þess kostnaðar sem fylgir því að ferðast til Phuket-eyju í Taílandi.

New York, Bandaríkin

Flogið frá Keflavík með WOW air á WOW Plus: ##140.483 kr. fyrir báðar leiðir

Barcelona, Spánn

Flogið frá Keflavík með WOW air á WOW Plus: ##88.983 kr. fyrir báðar leiðir.

Denpasar, Bali

Á leið út: Flogið frá Keflavík til Kaupmannahafnar með SAS. Flogið frá Kaupmannahöfn til Denpasar með Qatar Airlines með einni millilendingu í Doha.
Á leið heim: Flogið frá Denpasar til Óslóar með einni millilendingu í Doha með Quatar Airlines. Flogið frá Ósló til Keflavíkur með Icelandair.

Samtals: 256.209 kr. fyrir báðar leiðir.

Phuket, Taíland

Á leið út: Flogið frá Keflavík til Kaupmannahafnar með SAS. Flogið frá Kaupmannahöfn til Phuket með Qatar Airlines með einni millilendingu í Doha.
Á leið heim: Flogið frá Phuket til Kaupmannahafnar með Qatar Airlines með einni millilendingu í Doha. Flogið frá Kaupmannahöfn til Íslands með Icelandair.

Samtals: 258.831 kr. fyrir báðar leiðir.

Denpasar, Balí.
Denpasar, Balí.

Gisting á fjögurra stjörnu hóteli í sjö nætur

Aftur er miðað við ódýrustu fjögurra stjörnu gistinguna á hverjum stað fyrir sig og stuðst við leitarvélina á bókunarsíðunni booking.com. Ódýrasta gistingin er á Phuket-eyju en þar kostar vika á fjögurra stjörnu hóteli álíka mikið og ein nótt á fjögurra stjörnu hóteli í miðborg Barcelona.

Mynd: 123RF

New York, Bandaríkin:

Gisting fyrir tvo í sjö nætur á ROW NYC við Times Square (að undanskildum sköttum og gjöldum): 87.395 kr.

Barcelona, Spánn:

Gisting fyrir tvo í sjö nætur á Hotel Garbi Millenni (að undanskildum sköttum og gjöldum): 103.407 kr.

Denpasar, Bali:

Gisting fyrir tvo í sjö nætur á Hotel Bali & Spa (að undanskildum sköttum og gjöldum): 24.414 kr.

Phuket, Taíland:

Gisting fyrir tvo í sjö nætur á CA Residence (að undaskildum sköttum og gjöldum): 17.532 kr.

Þriggja rétta máltíð fyrir tvo á fínum veitingastað

Gert er ráð fyrir að parið geri vel við sig eitt kvöld í ferðinni og snæði kvöldverð á veitingastað í fínni kantinum. Hér má sjá verðdæmi af veitingastöðum sem valdir voru af handahófi en í öllum tilfellum var miðað við þriggja rétta máltíð á fimm stjörnu veitingastað.

Mynd: 123rf.com

New York, Bandaríkin:

27.056 kr. á veitingastaðnum Le Bernandin

Barcelona, Spánn:

23.526 kr. á veitingastaðnum Passadis del Pep

Denpasar, Bali:

11.698 kr. á veitingstaðnum Kubu.

Phuket, Tæland:

6.633 kr. á veitingastaðnum La Gritta

Barcelona, Spánn.
Barcelona, Spánn.

Ferð á barinn

Ekki er óalgengt að áfengi sé haft um hönd í fríi erlendis og hér er gert ráð fyrir nokkrum ferðum á barinn. Aftur eru hér tekin verðdæmi af stöðum sem valdir eru af handahófi. Til viðmiðunar má nefna að samkvæmt samanburðarvél á heimasíðunni numbeo.com getur bjórflaskan kostað 465 krónur í Denpasar, 834 krónur í New York, 375 krónur í Barcelona og 325 krónur í Phuket.

New York, Bandaríkin:

230 Fifth Rooftop Bar:

Mojito: 1.468 kr.
Flaska af Carlsberg: 943 kr.

Samtals: 2.411 kr.

Barcelona

George Payne Bar:

Mojito: 1.126 kr.
Flaska af Carlsberg: 469 kr.

Samtals: 1.595 kr.

Denpasar, Bali:

Casablanca Bar:

Mojito: 772 kr.
Flaska af Carlsberg: 272 kr.

Samtals: 1.044

Phuket, Taíland:

Surfhouse Bar:

Mojito: 878 kr.
Flaska af Carlsberg: 520 kr.

Samtals: 1.398 kr.

New York, Bandaríkin.
New York, Bandaríkin.

Meðalverð á máltíð fyrir tvo á hefðbundum veitingastað

Samkvæmt leitarvél numbeo.com er langódýrast að borða úti á Denpasar í Balí en máltíð fyrir tvo á hefðbundnum veitingastað kostar minna en fjögur hundruð íslenskar krónur.

New York, Bandaríkin: 3.870 kr.
Barcelona, Spánn: 2.502 kr.
Denpasar, Bali: 388 kr.
Phuket, Taíland: 2.271 kr.

Phuket, Tæland.
Phuket, Tæland.

Heildarkostnaður fyrir tvo (Innfalið: Flug, gisting (að undanskildum sköttum og gjöldum), 18 máltíðir á hefðbundum veitingastað, ein þriggja rétta máltíð fyrir tvo á fínni veitingastað, þrjár ferðir á barinn):

New York, Bandaríkin: ##331.827 kr.
Barcelona, Spánn: ##265.735 kr.
Phuket, Taíland: ##328.068 kr.
Denpasar, Bali: ##341.632 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“