fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Neytendur

Verð á nýjum námsbókum fyrir framhaldsskóla hækkar milli ára

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. ágúst 2017 16:30

Skólastjórnendur óttast mikið brottfall nemenda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Penninn-Eymundsson, Mál og Menning og A4 hafa hækkað verð á milli ára á flestum nýjum námsbókum sem fáanlegar voru í könnunum verðlagseftirlits ASÍ í ár og í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Þar segir enn fremur að bókabúðin Iðnú lækki hins vegar verð á öllum titlum sem skoðaðir voru frá fyrra ári.

Allt að 97 prósenta hækkun

Penninn-Eymundsson hækkar námsbækur fyrir framhaldsskóla í flestum tilfellum um og yfir 65 prósent milli ára og hjá A4 hækkar verðið í flestum tilfellum um 30-50 prósent. Mest var verðhækkunin á „Almenn jarðfræði“ hjá A4 eða úr 4.199 kr. í fyrra í 8.289 kr. sem gerir hækkun um 4.090 kr., eða 97 prósent. Næst mesta hækkunin var á „Bókfærsla 1“ hjá Pennanum-Eymundsson en sú bók hækkaði úr 2.909 kr. í 5.599 kr., eða um 2.690 kr., eða 92 prósent.

Verðið lækkaði hins vegar hjá Bókabúðinni Iðnú um 15–25 prósent á milli ára. Mesta verðlækkunin í samanburðinum var á „Lífeðlisfræði“ hjá Forlaginu Fiskislóð um 32 prósent, sú bók lækkaði úr 8.590 kr. í 5.884 kr.

Að sögn ASÍ voru borin saman verð á nýjum námsbókum fyrir framhaldsskóla í könnunum verðlagseftirlits ASÍ þann 16. ágúst 2016 og 10. ágúst 2017. Áréttað er að tekin eru niður þau verð sem eru í gildi á hverjum tíma og hafa tilboðsverð áhrif á samanburð. Penninn-Eymundsson og A4 voru með 25 prósenta afslátt af nýjum bókum þegar könnunin fór fram 2016 og Bókabúðin Iðnú með 15 prósenta afslátt þegar könnun fór fram 2017.

Í báðum könnunum var kannað verð í eftirtöldum verslunum: Pennanum-Eymundsson Kringlunni, A4 Skeifunni, Forlaginu Fiskislóð, Bókabúðinni Iðnú Brautarholti, Mál og Menningu Laugavegi og á Heimkaup.is.
Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Einnig má benda neytendum á að bókabúðirnar gætu verið með staðgreiðsluafslátt og jafnvel afslætti til meðlima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“