fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Neytendur

Orkudrykkurinn sem inniheldur 39 sykurmola

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 18. desember 2017 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmi eru um að drykkir, sem markaðssettir eru sérstaklega sem orkudrykkir, innihaldi 70 til 80 grömm af sykri í hálfs lítra dósum. Ef miðað er við að einn sykurmoli vegi tvö grömm er ekki óalgengt að 35 til 40 sykurmolar séu í orkudrykkjum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem vísindamenn við Queen Mary University of London og samtökin Action on Sugar stóðu fyrir. Rannsóknin náði til drykkja sem aðgengilegir eru almenningi í Bretlandi, en margir þessara drykkja hafa einnig verið aðgengilegir íslenskum almenningi.

Mesta sykurmagnið var að finna í orkudrykk frá Rockstar, Punched Energy and Tropical Guava, en í 500 millílítra dós var að finna 78 grömm af sykri. Það jafngildir 39 sykurmolum sé miðað við að hver moli sé tvö grömm. Fleiri drykkir frá Rockstar raða sér í efstu sætin á þessum vafasama lista; sá næsti á listanum, Rockstar Juiced Energy + Juice Mango Orange Passion Fruit, inniheldur 75 grömm af sykri og tveir drykkir til viðbótar frá Rockstar innihalda 70 grömm af sykri.

Samtökin Action on Sugar, sem, eins og nafnið gefur til kynna, berjast gegn sykurneyslu ungmenna hafa kallað eftir því að orkudrykkir verði bannaðir öllum yngri en sextán ára. Orkudrykkir sem þessir ýti undir offitu og lífsstílstengda sjúkdóma á borð við sykursýki af tegund 2.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rannsókn af þessu tagi er framkvæmd en árið 2015 var sambærileg athugun gerð. Almennt séð hefur sykurmagn farið minnkandi í orkudrykkjum á þessum tveimur árum en í mörgum tilfellum er sykurinnihaldið enn allt of mikið eins og dæmin hér að framan sýna.

Drykkur Sykurmagn í grömmum (miðað við 500 ml)
Rockstar Punched Energy + Guava Tropical Guava Flavour 78
Rockstar Juiced Energy + Juice Mango Orange Passion Fruit Flavour 75
Rockstar Super Sours Energy Drink Bubbleburst 70
Rockstar Xdurance Performance Energy Blueberry, Pomegranate and Acai Flavour 70
Relentless Energy Drink Passion Punch 70
Lucozade Energy Orange 65
Lidl Freeway Up Colossus Energy Drink 64
Lucozade Energy The Brazilian Mango Mandarin 60
Relentless Lemon Ice Energy Drink 60
Rockstar Energy Drink 60
Bulldog Power Energy Drink 56,5
Monster Energy Assault 55
Relentless Origin Energy Drink 55
Relentless Energy Drink Apple Kiwi 55
Monster Energy 55
Boost Energy Original 53
KX Energy Stimulation Drink 52,5
Monster Energy The Doctor 50
Emerge Energy Drink Original 46,5
Monster Punch Energy 45
Monster Ripper Energy + Juice 42
Monster Juiced Energy + Juice 42
Monster Khaos Energy + Juice 39
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“