fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Neytendur

Hæstu áfengisskattar í Evrópu: Sjáðu muninn á Íslandi og Noregi – „Takmarkalausu skattagleði stjórnvalda

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 2. október 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Áfengisgjöld á Íslandi eru þau hæstu í Evrópu og fara stöðugt hækkandi. Þrátt fyrir að virðisaukaskattur á áfengi sé lægri hér en víðast hvar í Evrópu er samanlögð skattlagning á áfengi mest á Íslandi.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi Atvinnurekenda. Þar segir að með hækkun áfengisgjalds í fjárlagafrumvarpi ársins 2018 muni kassi af léttvíni hækka um meira en 500 krónur svo dæmi sé tekið.

„Ódýrari vínin hækka hlutfallslega meira en þau dýrari og hækkun áfengisgjalda bitnar því enn og aftur verr á neytendum sem minna hafa á milli handanna.“

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA segir:

„Skattlagning á áfengi er hins vegar orðin svo gjörsamlega fráleit að öll rök standa til þess að lækka þá skattinn á bjór fremur en að hækka hann á léttvíni. Við bendum jafnframt á að vegna þess að áfengisgjaldið er föst krónutala sem leggst á magn hreins vínanda, verður hlutfallsleg hækkun á ódýrari vínum mun meiri en á þeim dýrari. Enn og aftur eru það því þeir sem minnst hafa á milli handa sem verða harðast fyrir barðinu á þessari takmarkalausu skattagleði stjórnvalda.“

Þá segir Ólafur á öðrum stað:

„Það er kominn tími til að einhver af hinum meintu frjálslyndu þingmönnum í stjórnarliðinu segi einfaldlega hingað og ekki lengra; það er ekki endalaust hægt að hækka skatta á einni neysluvöru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“