fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Neytendur

Íslenskir veiparar segja sparnaðinn hlaupa á tugþúsundum

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 7. ágúst 2017 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafrettur hafa marga kosti fram yfir venjulegar sígarettur eins og til dæmis minna magn af skaðlegum efnum og að lyktin sest ekki í föt og hendur. Annar kostur er sparnaðurinn. Þrátt fyrir töluverðan stofnkostnað þá er það mun ódýrara að veipa en að reykja til lengri tíma litið.

Þriðjungur eða fjórðungur

Nýverið var stofnaður þráður á Facebook þar sem íslenskir veiparar sem reyktu áður tilkynna hversu mikið þeir spara á mánuði eftir að þeir byrjuðu að veipa. Flestir þar segja að kostnaðurinn nú sé um þriðjungur eða fjórðungur af því sem þeir eyddu áður.

Hér eru nokkur dæmi:

„Ég eyði svona 15-20 þúsund krónum í vökva á mánuði. Var ekki undir 35 þúsund í tóbaki.“

„Ég var að eyða um 40 þúsundum í tóbak á mánuði eða meira..ætli ég sé ekki að eyða um 15 þúsund krónum í veipið núna“

„Spara um 30 þúsund krónum á mánuði og endurheimti heilsuna mína aftur.“
Einn segist hafa farið úr 70 þúsundum niður í 7-12 þúsund. Á 10 mánuðum muni það um hálfri milljón króna.

Getur verið dýrara

Til eru dæmi þess að kostnaðurinn hafi hækkað hjá fólki. Annars vegar hjá fólki sem vafði sígaretturnar sínar sjálft. Hins vegar hjá fólki sem er sérstakt áhugafólk um veip og kaupir margar stórar og dýrar græjur fyrir áhugamálið.

„Ég sparaði til að byrja með en svo tók þetta við sem áhugamál og þá breyttist þetta. Eyði svona 70-80 þúsundum í vökva á mánuði og kaupi græjur fyrir 20-100 þúsund. Þannig að þetta eru 90-180 þúsund krónur, fer eftir fjárhag og skapi.“

Á þræðinum kemur það einnig fram að fólk geti sparað sér fúlgu á því að búa til sína eigin veip-vökva. Einn nefnir að hálfs árs skammtur af sjálfblönduðum vökva kosti hann um það bil 12 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“